Vikuleg framvindu í gangagreftri
17 vika 2017 vika 186 í gangagreftri; lengd ganga samtals 7.206m
- Gegnum slag var haldið við hátíðarathöfn föstudaginn 28.4.2016 kl. 15:30
- í Fnjóskadal og Eyjarfirði hefur verið unnið í lokastyrkingum eftir að gangagröftur hætti, sem fellst í skrotun á veggjum, boltun og ásprautun veggja og lofts.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 5.331 m en 1.875 m frá Fnjóskadal eða alls 7.206 metrar
16 vika 2017 vika 185 í gangagreftri; lengd ganga samtals 7.199m
- Alls grafið 55 metrar og í heild eru göngin orðin 7.198,5 metrar sem er 99,9% af heildarlengd. Eftir er 7,5 metrar og formlega ætlar verktaki að "slá í gegn" föstudaginn 28.apríl.2017.
- Alls 55 metrar frá Eyjarfirði - Ágætis jarðfræðilegar aðstæður.
- í Fnjóskadal er unnið í lokastyrkingum, sem fellst í skrotun á veggjum, boltun og ásprautun veggja og lofts.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 5.323,5 m en 1.875 m frá Fnjóskadal.
15 vika 2017 vika 184 í gangagreftri; lengd ganga samtals 7.143m
- Alls grafið 73,5 metrar og í heild eru göngin orðin 7.143 metrar sem er 99,1% af heildarlengd. Eftir er ekki nema 63 metrar sem verður líklega unnið á næstu tveimur vikur frá Eyjarfirði.
- Alls 48 metrar frá Eyjarfirði - Ágætis jarðfræðilegar aðstæður stórstuðlað basalt með smá karga.
- Alls 25,5 metrar frá Fnjóskadal. Eins jarðfræðilegar aðstæður og Ey-megin. En eingöngu var unnið dagvakt vegna páskafrí.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 5.268,5 m en 1.875 m frá Fnjóskadal.
14 vika 2017 vika 183 í gangagreftri; lengd ganga samtals 7.070m
- Alls grafið 96,5 metrar í viku 14-2017 þetta er mesta framvinda í gangagreftri til þessa. Áður hafði verktaki mest grafið 96 metra (með einum borvagni) í viku 4-2014 eða tveimur vikum áður en hann stór vatnsæð opnaðist inn í göngin.
- Alls 50,5 metrar frá Eyjarfirði - Ágætis jarðfræðilegar aðstæður
- Alls 46 metrar frá Fnjóskadal. Sömuleiðis ágætar jarðfræði aðstæður. Fóru í venjulegt þversnið um miðja viku og verður þannig það sem eftir er.
- Lengd ganga 7.069,5 metrar sem er 98,1% af heildarlengd. Eftir er 136,5 metrar með sömu framvindu má reikna með gegnumslagi eftir eina og hálfa viku. En líklega er þó að páskarnir komi til draga úr afköstum á næstum tveimur vikum.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 5.220,5 m en 1.849 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er unnið við undirstöður vegskála, en stefnt er að byrja á vegskálum í lok þessa mánaðar.
13 vika 2017 vika 182 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.973m
- Alls 51 metrar frá Eyjarfirði - Ágætis jarðfræðilegar aðstæður
- Alls 37 metrar frá Fnjóskadal. Jarðfræði aðstæður fínar, unnið í útskoti þannig að sniðið er stærri en venjulega (90m2) og jafngildir rúmmetrar aukningin því að grafið hafi verið 51m í hefðbundnu sniði (65m2).
- 96,8% lokið af gangagreftri eða 6.973 metrar, eftir er 233 metrar með sömu framvindu má reikna með gegnumslagi í lok apríl.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 5.170 m en 1.803 m frá Fnjóskadal.
- Vegagerð í Fnjóskadal á meðan veðurfarslegar aðstæður eru fyrir hendi.
- Byrjað að keyra umframefni út á flugvöll, reiknað er með um 5.000m3 í þessum áfanga.
12 vika 2017 vika 181 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.826,5m
- Alls 28,5 metrar frá Eyjarfirði setið farið að mestu og fyrsti 5 metra færan frá nóvember. Gott berg framundan :)
- Alls 30 metrar frá Fnjóskadal. Jarðfræði aðstæður fínar og flott snið á göngunum. Unnið í útskoti þannig að sniðið er stærri en venjulega. Könnunarholur benda til þess að fínt berg sé framundan.
- 95,5% lokið af gangagreftri eða 6.885 metrar, eftir er 321 metrar með sömu framvindu má reikna með gegnumslagi í byrjun maí.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 5.119 m en 1.766 m frá Fnjóskadal.
- Vegagerð í Fnjóskadal á meðan veðurfarslegar aðstæður eru fyrir hendi.
11 vika 2017 vika 180 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.826,5m
- Alls 7,5 metrar frá Eyjarfirði áfram stuttar færur og miklar bergstyrkinga vegna setlaga. Könnunarholur gefa til kynna að setið minnki verulega á næstu 15 metrum og fer gangagröftur þá vonandi að komast á skrið.
- Alls 12,5 metrar frá Fnjóskadal. Jarðfræði aðstæður að batna, og líkur á að betri framvindu en í þessari viku.
- 94,7% lokið af gangagreftri eða 6.826,5 metrar, eftir er 379,5 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 5.090,5 m en 1.736 m frá Fnjóskadal.
- Vegagerð í Fnjóskadal á meðan veðurfarslegar aðstæður eru fyrir hendi.
10 vika 2017 vika 179 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.807m
- Alls 8,0 metrar frá Eyjarfirði áfram stuttar færur og miklar bergstyrkinga vegna setlaga.
- Alls 8,0 metrar frá Fnjóskadal. Stórblokkótt og set í lofti.
- 94,5% lokið af gangagreftri eða 6.806,5 metrar, eftir er 399,5 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 5.083 m en 1.723,5 m frá Fnjóskadal.
9 vika 2017 vika 178 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.791m
- Alls 6,0 metrar frá Eyjarfirði áfram stuttar færur og miklar bergstyrkinga vegna setlaga.
- Alls lokið 5 metrar frá Fnjóskadal. Stórblokkótt og set komið í botninn
- 94,2% lokið af gangagreftri eða 6.790,5 metrar, eftir er 415,5 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 5.075 m en 1.715,5 m frá Fnjóskadal.
8 vika 2017 vika 177 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.780m
- Alls 6,0 metrar frá Eyjarfirði áfram stuttar færur og miklar bergstyrkinga vegna setlaga.
- Alls lokið 9 metrar frá Fnjóskadal. Stórblokkótt og set komið í botninn
- 94,1% lokið af gangagreftri eða 6.779,5 metrar, eftir er 426,5 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 5.069 m en 1.710,5 m frá Fnjóskadal.
7 vika 2017 vika 176 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.765m
- Alls 6,0 metrar frá Eyjarfirði áfram stuttar færur og miklar bergstyrkinga vegna setlaga.
- Alls lokið 17,5 metrar frá Fnjóskadal. Stórblokkótt og set komið í botninn
- 93,9% lokið af gangagreftri eða 6.765 metrar, eftir er 441,5 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 5.063 m en 1.701,5 m frá Fnjóskadal.
6 vika 2017 vika 175 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.741m
- Alls 8,0 metrar frá Eyjarfirði áfram stuttar færur og miklar bergstyrkinga vegna setlaga.
- Alls lokið 16,0 metrar frá Fnjóskadal.
- 93,5% lokið af gangagreftri eða 6.741 metrar, eftir er 465 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 5.057 m en 1.684 m frá Fnjóskadal.
5 vika 2017 vika 174 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.741m
- Alls 7,0 metrar frá Eyjarfirði áfram stuttar færur og miklar bergstyrkinga vegna setlaga.
- Alls lokið 4,0 metrar frá Fnjóskadal.
- 93,2% lokið af gangagreftri eða 6.717 metrar, eftir er 489 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 5.049 m en 1.668 m frá Fnjóskadal.
4 vika 2017 vika 173 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.707m
- Alls 7,0 metrar frá Eyjarfirði áfram stuttar færur og miklar bergstyrkinga vegna setlaga.
- Alls lokið 6,5 metrar frá Fnjóskadal.
- 93,1% lokið af gangagreftri eða 6.707 metrar, eftir er 499 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 5.043 m en 1.664 m frá Fnjóskadal.
3 vika 2017 vika 172 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.693m
- Alls 5,5 metrar frá Eyjarfirði áfram stuttar færur og miklar bergstyrkinga vegna setlaga.
- Alls lokið 13,5 metrar frá Fnjóskadal.
- 92,8% lokið af gangagreftri eða 6.692,5 metrar, eftir er 513,5 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 5.036 m en 1.656,5 m frá Fnjóskadal.
2 vika 2017 vika 171 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.674m
- Alls 6,5 metrar frá Eyjarfirði áfram stuttar færur og miklar bergstyrkinga þessa daganna vegna setlaga.
- Alls lokið 22,5 metrar frá Fnjóskadal sem voru sprengdir í 4 færum.
- 92,6% lokið af gangagreftri eða 6.674,5 metrar, eftir er 532,5 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 5.033 m en 1.643 m frá Fnjóskadal.
1 vika 2017 vika 170 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.645m
- Alls 11,5 metrar frá Eyjarfirði átta stuttar færur og miklar bergstyrkinga þessa daganna vegna setlaga.
- Alls lokið 21,0 metrar frá Fnjóskadal sem voru sprengdir í 4 færum.
- 92,2% lokið af gangagreftri eða 6.64,5 metrar, eftir er 561,5 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 5.024 m en 1.620,5 m frá Fnjóskadal.
- Veðurfar ágætt m.t.t. árstíma og unnið við ýmislegt utan ganga, eins og fyllingarvinnu í Illugastaðaveg
50 vika 2016 vika 169 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.612m
- Alls 5 metrar frá Eyjarfirði þrjár stuttar færur og miklar bergstyrkinga þessa daganna.
- Alls lokið 22,0 metrar frá Fnjóskadal sem voru sprengdir í 4 færum. Kargaberg að koma upp úr gólfi.
- 91,8% lokið af gangagreftri eða 6.612 metrar, eftir er 594.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 5.012,5 m en 1.599,5 m frá Fnjóskadal.
- Veðurfar gott og unnið við ýmislegt utan ganga, eins og fyllingarvinnu í Illugastaðaveg
49 vika 2016 vika 168 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.585m
- Alls 14,5 metrar frá Eyjarfirði stuttar færur og miklar bergstyrkinga þessa daganna.
- Alls lokið 24,0 metrar frá Fnjóskadal sem voru sprengdir í 5 færum. Berg hart en sprungið.
- 91,4% lokið af gangagreftri eða 6.585 metrar, eftir er 621.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 5.007,5 m en 1.577,5 m frá Fnjóskadal.
48 vika 2016 vika 167 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.547m
- Alls 7 metrar frá Eyjarfirði lítil framvinda vegna bergstyrkinga og undirbúnings fyrir Barböruhátíð sem haldin var að venju 4.des. Og var öll hin glæsilegust hjá verktakanum.
- Alls lokið 18,5 metrar frá Fnjóskadal sem voru sprengdir í þremur færum.
- 90,8% lokið af gangagreftri eða 6.546,5 metrar, eftir er 659,5.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 4.993 m en 1.553,5 m frá Fnjóskadal.
47 vika 2016 vika 166 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.521m
- Alls 5 metrar frá Eyjarfirði ástæða lítillar framvindu er að í byrjun vikunar hrundi úr lofti þegar borað var fyrir bergstyrkingum og skemmdist borvagninn. Borvagn sem nýlega var kominn í vinnu í Fnjósk. var sóttur og var unnið við að klára bergstyrkingar þannig að hægt sé að halda áfram með gangagröft.
- Alls lokið 21 metrar frá Fnjóskadal sem voru sprengdir í fjórum færum með tveggja arma borvagni.
- 90,5% lokið af gangagreftri eða 6.521 metrar, eftir er 685 metrar eða 9,5%
- Frá Eyjafirði er alls lokið 4.986 m en 1.535 m frá Fnjóskadal.
46 vika 2016 vika 165 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.495m
- Alls 40,5 metrar frá Eyjarfirði, en unnið á útskotsvæði K, stuttar færur í vikulok. Alls lokið 15 metrar frá Fnjóskadal sem voru sprengdir í þremur færum.
- 90,1% lokið af gangagreftri eða 6.495 metrar, eftir af alls 7.206 metrum er því um 711 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 4.981 m en 1.514 m frá Fnjóskadal.
- Mikill snjór á framkvæmdarsvæðinu og hafa tafir verið á umferð um Víkuskarðið vegna veðurs.
45 vika 2016 vika 164 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.439m
- Alls 36,5 metrar frá Eyjarfirði, unnið við ágætar jarðfræðilegar aðstæður en á útskotsvæði K. Alls lokið 9 metrar frá Fnjóskadal sem voru sprengdir í tveim færum. Tafir af ýmsum völdum í Fnjósk, en vonandi fer að ganga hraðar.
- 89,4% lokið af gangagreftri eða 6.439 metrar, eftir af alls 7.206 metrum er því um 767 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 4.940,5 m en 1.499 m frá Fnjóskadal.
- Áfram unnið í útivinnu Ey-megin á meðan veður leyfir, bráðabirgðarbrú rifin og fjarlægð.
44 vika 2016 vika 163 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.403m
- Alls 54,5 metrar frá Eyjarfirði, unnið við ágætar jarðfræðilegar aðstæður. Alls lokið 7 metrar frá Fnjóskadal sem voru sprengdir í tveim stuttum færum.
- 88,9% lokið af gangagreftri eða 6.403 metrar, eftir af alls 7.206 metrum er því um 803 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 4.913 m en 1.490 m frá Fnjóskadal.
- Grenivíkurvegur vegmálun lokið. Unnið í skeringum á nýjum hringvegi þar sem hringtorg mun koma til að vera.
43 vika 2016 vika 162 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.342m
- Alls 55,5 metrar frá Eyjarfirði, unnið við ágætar jarðfræðilegar aðstæður. Alls lokið 6 metrar frá Fnjóskadal sem voru fleygaðir og sprengdir í stuttum færum. Farið er rólega af stað og styrkt jafnóðum, þegar aðstæður leyfa verður sprengiholur lengdar upp í 5 metra sem er hefðbundin lengd á sprengifæru.
- 88,0% lokið af gangagreftri eða 6.341,5 metrar, eftir af alls 7.206 metrum er því um 864,5 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 4.858,5 m en 1.483 m frá Fnjóskadal.
- Grenivíkurvegur niðurrekstur á vegriði ofl.
42 vika 2016 vika 161 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.280m
- Alls 64,5 metrar frá Eyjarfirði, unnið við ágætar jarðfræðilegar aðstæður. Þunnt setlag búið að vera neðarlega í stafni. Alls lokið 2,5 metrar frá Fnjóskadal sem voru fleygaðir en bergið er borið og leirfyllt. Farið verður rólega af stað og eingöngu fleygað og styrkt jafnóðum, þegar aðstæður leyfa verður sprengt.
- 87,1% lokið af gangagreftri eða 6.280 metrar, eftir af alls 7.206 metrum er því um 926 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 4.803 m en 1.477 m frá Fnjóskadal.
- Grenivíkurvegi malbikaður og umferð hleypt á. Áfram unnið við frágangur eins og veg- og umferðarmerki, niðurrekstur á vegriði ofl.
41 vika 2016 vika 160 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.213m
- Alls 37,5 metrar frá Eyjarfirði, unnið við ágætar jarðfræðilegar aðstæður. En mikill tími fór í aðstöðusköpun í göngum og skýrir það lítla framvindu þessa vikuna.
- 86,2% lokið af gangagreftri eða 6.213 metrar, eftir af alls 7.206 metrum er því um 993 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 4.738,5 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Áfram unnið við að styrkja loft og veggi í misgengissprungu með ásprautun gengtur hægt vegna mikils vatns úr lofti.
- Unnið í vegagerð á Grenivíkurvegi, neðra og efra burðarlag þannig að tilbúið sé fyrir malbikun.
40 vika 2016 vika 159 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.176m
- Alls 80 metrar frá Eyjarfirði, unnið við ágætar jarðfræðilegar aðstæður.
- 85,7% lokið af gangagreftri eða 6.175,5 metrar, eftir af alls 7.206 metrum er því um 1.030,5 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 4.701 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Áfram unnið við að styrkja loft og veggi í misgengissprungu með ásprautun stutt vika vegna vaktarfría.
- Unnið í vegagerð á Grenivíkurvegi, neðraburðarlag og ræsi.
39 vika 2016 vika 158 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.096m
- Alls 56 metrar frá Eyjarfirði, unnið við ágætar jarðfræðilegar aðstæður.
- 84,6% lokið af gangagreftri eða 6.095,5 metrar, eftir af alls 7.206 metrum er því um 1.110,5 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 4.621 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Áfram unnið við að styrkja loft og veggi í misgengissprungu með ásprautun en gengur hægt.
- Unnið í vegagerð á Grenivíkurvegi.
38 vika 2016 vika 157 í gangagreftri; lengd ganga samtals 6.040m
- Alls 61 metrar frá Eyjarfirði, unnið við ágætar jarðfræðilegar aðstæður.
- 83,8% lokið af gangagreftri eða 6.039,5 metrar eftir af alls 7.206 metrum er því um 1166,5 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 4.565 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í misengissprungu í göngum Fnjósk. er lokið við að grafa lausamassann út og nú unnið við að styrkja loft og veggi með ásprautun en gengur hægt vegna mikil vatns í lofti.
- Unnið í vegagerð á Grenivíkurvegi og áætlar verktaki að malbika um mánaðarmot sept./okt.
37 vika 2016 vika 157 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.979m
- Alls 58,5 metrar frá Eyjarfirði, unnið við ágætar jarðfræðilegar aðstæður.
- 83,0% lokið af gangagreftri eða 5.978,5 metrar eftir af alls 7.206 metrum er því um 1227,5 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 4.504 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í misengissprungu í göngum Fnjósk. er unnið við að styrkja loft og veggi með ásprautun en gengur hægt vegna mikil vatns í lofti. Þegar styrkingarvinnu er lokið ætti gröftur á því sem eftir er að ganga hratt.
- Unnið í vegagerð á Grenivíkurvegi og áætlar verktaki að malbika um mánaðarmot sept./okt.
36 vika 2016 vika 156 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.920m
- Alls 25,5 metrar frá Eyjarfirði, og um 21 metrar í útskoti unnið við ágætar jarðfræðilegar aðstæður.
- 82,2% lokið af gangagreftri eða 5.920 metrar eftir af alls 7.206 metrum er því um 1286 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 4.445,5 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í misengissprungu í göngum Fnjósk. er lokið við síðustu borun á pípuþaki og grauta pípur. Gröftur á því sem eftir er ætti nú að ganga hraðar.
- Vegagerð á Grenivíkurvegi og flutningur á efni í flughlað heldur áfram.
35 vika 2016 vika 155 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.895m
- Alls 39,5 metrar frá Eyjarfirði, unnið í útskoti við ágætar jarðfræðilegar aðstæður.
- 81,8% lokið af gangagreftri eða 5.895 metrar eftir af alls 7.206 metrum er því um 1311 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 4.420,5 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í misengissprungu er unnið við þriðju og síðustu borun á pípuþaki, verkið um hálfnað í greftri.
- Vegagerð í Fnjóskadal er hætt í bili og menn og tæki flutt í vegagerð á Grenivíkurvegi.
34 vika 2016 vika 154 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.856m
- Alls 62 metrar frá Eyjarfirði, fyrri hluti viku með stuttum færum en farið í fullar 5 metra færur seinni hluta vikunar.
- 81,3% lokið af gangagreftri eða 5.855,5 metrar eftir af alls 7.206 metrum er því um 1350 metrar.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 4.381 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Unnið í greftri og styrkingum á lausamassa í misgengissprungu, verkið um hálfnað í greftri.
- Áfram er unnið í vegagerð nyrst á svæðinu í Fnjóskadal en lítið hefur breyst í vegagerð á Grenivíkurvegi.
33 vika 2016 vika 153 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.793m
- Alls 37 metrar frá Eyjarfirði, farið áfram með 3 metra færum vegna setlaga.
- 80,4% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 4.319 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Unnið í greftri og styrkingum á lausamassa í misgengissprungu, búið að koma upp stálbita nr.2.
- Áfram er unnið í vegagerð nyrst á svæðinu í Fnjóskadal.
32 vika 2016 vika 152 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.757m
- Alls 34 metrar frá Eyjarfirði, farið áfram með 3 metra færum vegna setlaga og ummyndaðs karga í þaki.
- 79,9% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 4.282 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í göngum Fnjóskadal er áfram unnið í greftri og styrkingum á lausamassa í misgengissprungu, stutt vika vegna vaktarfría.
- Áfram er unnið í vegagerð nyrst á svæðinu í Fnjóskadal, stutt vika vegna vaktarfría.
31 vika 2016 vika 151 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.724m
- Alls 27 metrar frá Eyjarfirði, farið í gegnum misgengi og þörf á styrkingum í þaki á meðan farið er í gegn.
- 79,4% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 4.249 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er áfram unnið við að hlutgrafa lausamassa í misgengissprungu og lokið er pípuborun nr. 2
- Áfram er unnið í vegagerð nyrst á svæðinu í Fnjóskadal og gengur vel þegar þurrt er.
- Áframhaldandi útivinna við keyrslu í flughlað og efnisvinnsla Ey-megin er unnið þegar tími gefst.
30 vika 2016 vika 150 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.697m
- Alls 59,5 metrar frá Eyjarfirði, jarðfræðilegar aðstæður nokkuð góðar.
- 79,1% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 4.222 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er áfram unnið við að hlutgrafa lausamassa í misgengissprungu og er nú klárt fyrir pípuborun nr. 2
- Áfram er unnið í vegagerð nyrst á svæðinu í Fnjóskadal, stutt vika vegna vaktarfrí.
- Áframhaldandi útivinna við keyrslu í flughlað og efnisvinnsla Ey-megin er unnið þegar tími gefst.
29 vika 2016 vika 149 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.632m
- Alls 34,5 metrar frá Eyjarfirði, jarðfræðilegar aðstæður nokkuð góðar.
- 78,2% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 4.157,5 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er áfram unnið við að hlutgrafa lausamassa í misgengissprungu og setja boga undir pípuþak.
- Einnig er unnið í vegagerð nyrst á svæðinu í Fnjóskadal, að jafnaði keyrt um 1200 m3 á dag í undirfyllingu.
- Áframhaldandi útivinna við keyrslu í flughlað og efnisvinnsla Ey-megin er unnið þegar tími gefst.
28 vika 2016 vika 148 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.598m
- Alls 40 metrar frá Eyjarfirði, jarðfræðilegar aðstæður nokkuð góðar.
- 77,7% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 4.123 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er komið að því að setja fyrsta bendistálbogann undir pípur.
- Áframhaldandi útivinna við keyrslu í flughlað og efnisvinnsla Ey-megin
- Áfram er unnið við vegagerð nýrst á svæðinu.
27 vika 2016 vika 147 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.558m
- Alls 31 metrar frá Eyjarfirði, litíl framvinda skýrist af vaktarhléum og einnig datt út ein bóma af 3 á borvagni.
- 77,1% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 4.083 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er en unnið við að grafa undir pípur og gengur frekar hægt.
- Áframhaldandi útivinna við keyrslu í flughlað og efnisvinnsla Ey-megin
- Fyllingarvinna í nyrsta kafla vegs við Fnjóskábrú hafin.
26 vika 2016 vika 146 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.527m
- Alls 33 metrar frá Eyjarfirði.
- 76,7% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 4.052 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er unnið við að grafa ca. 1,5m undir pípur.
- Áframhaldandi útivinna við keyrslu í flughlað og framhjákeyrsla tekin í notkun.
25 vika 2016 vika 145 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.494m
- Alls 44,5 metrar frá Eyjarfirði.
- 76,2% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 4.019 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er áfram unnið í pípuþakið. Borun lokið, unnið við að grauta pípur.
- Áframhaldandi útivinna við keyrslu í flughlað og framhjákeyrsla.
24 vika 2016 vika 144 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.449m
- Alls 43,5 metrar frá Eyjarfirði, unnið í neyðarútskotsþversniði.
- 75,6% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.974,5 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Eyjarfarðarmegin í göngum var unnið í stærra þversniði, sem nú er lokið. Grautað þurfti í fullann skerm 27 holur.
- Í Fnjóskadal er unnið í pípuþakið. Borun lokið, unnið við að þétta betur til að hægt sé að grauta pípur.
- Byrjað að keyra aftur efni á flughlað til að undirbúa vegagerð á Grenivíkurvegi.
23 vika 2016 vika 143 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.406m
- Alls 31 metrar frá Eyjarfirði, unnið í neyðarútskotsþversniði.
- 75,0% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.931 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er unnið í pípuþakið.
- Byrjað að keyra aftur efni á flughlað til að undirbúa vegagerð á Grenivíkurvegi.
22 vika 2016 vika 142 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.375m
- Alls 56 metrar frá Eyjarfirði, komnir inn í stærra snið vegna neyðtarútskots. Ágætis aðstæður.
- 74,6% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.900 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal var byrjað að bora fyrir pípuþakið um helgina.
21 vika 2016 vika 141 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.321m
- Alls 40,5 metrar frá Eyjarfirði, tvær minniháttar bergþétting, um helgina versnuðu aðstæður stuttar færur og talsverðar styrkingar.
- 73,8% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.846 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal var fyrsti stálboginn settur upp þann 28.05.2016, fljótlega verður farið í pípuþakið
20 vika 2016 vika 140 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.280m
- Alls 46,5 metrar frá Eyjarfirði, minniháttar bergþétting, vatn 46°C, gott basalt og þunnt setlag í veggjum.
- 73,3% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.805,5 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er áfram unnið að undirbúningi fyrir pípuþaki á hrunsvæði, fljótlega verður fyrsti stálboginn settur upp.
19 vika 2016 vika 139 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.234m
- Alls 35,5 metrar frá Eyjarfirði, minniháttar bergþétting, áfram set á köflum sem kallar á meiri styrkingar.
- 72,6% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.759 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er áfram unnið að undirbúningi fyrir pípuþaki á hrunsvæði, borvagn sem er ný kominn gerður klára með borbúnaði fyrir pípuþak.
18 vika 2016 vika 138 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.198m
- Alls 39 metrar frá Eyjarfirði, lítið vatn og óhagstætt berg, stuttar færur að hluta til.
- 72,1% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.724 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er áfram unnið að undirbúningi fyrir pípuþaki á hrunsvæði, stutt vika vegna vaktarfrís.
- Alls 2008 metrar eftir og til að klára gangagröft á þessu ári þarf meðal framvinda að vera 59 m/viku.
17 vika 2016 vika 137 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.160m
- Alls 33 metrar frá Eyjarfirði, lítið vatn og óhagstætt berg, stuttar færur batnaði þó í lok vikuna.
- 71,6% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.685 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er áfram unnið að undirbúningi fyrir pípuþaki á hrunsvæði.
- Alls 2046 metrar eftir og til að klára gangagröft á þessu ári þarf meðal framvinda að vera 58 m/viku.
16 vika 2016 vika 136 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.126m
- Alls 26 metrar frá Eyjarfirði, lítið vatn og óhagstætt berg. Set, misgengi og berggangur alla vikuna.
- 71,1% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.652 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er áfram unnið að undirbúningi fyrir pípuþaki á hrunsvæði.
15 vika 2016 vika 135 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.100m
- Alls 35,5 metrar frá Eyjarfirði, nokkuð góðar aðstæður, lítið vatn og ágætt berg.
- 70,8% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.626 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er áfram unnið að undirbúningi fyrir pípuþaki á hrunsvæði.
14 vika 2016 vika 134 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.065m
- Alls 44 metrar frá Eyjarfirði, nokkuð góðar aðstæður, lítið vatn og ágætt berg.
- 70,3% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.590,5 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er áfram unnið að undirbúningi fyrir pípuþaki á hrunsvæði.
13 vika 2016 vika 133 í gangagreftri; lengd ganga samtals 5.021m
- Alls 38 metrar frá Eyjarfirði, þokkalegur aðstæður.
- 69,7% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.547 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er áfram unnið að undirbúningi fyrir pípuþaki á hrunsvæði.
12 vika 2016 vika 132 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.984m
- Alls 19 metrar frá Eyjarfirði. Ekki mikið vatn og hitastig á því fer lækkandi er nú um 54°C.
- 69,2% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.509 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Lítið var unnið í Fnjóskadal vegna paskafrí og enginn gangagröftur frá fimmtudag Ey-megin.
11 vika 2016 vika 131 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.965m
- Alls 29 metrar frá Eyjarfirði. En unnið í útskoti og þrisvar þurft að bergþétta á stafni í vikunni. Ekki mikið vatn og hitastig á því fer lækkandi er nú um 57°C.
- 68,9% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.490 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er áfram unnið við að grafa hauginn í burtu í smá skrefum og undirbúa borun fyrir pípuþak.
10 vika 2016 vika 130 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.936m
- Alls 26,5 metrar frá Eyjarfirði. Ágætis framvinda miðað við að unnið er í fullu útskoti og bergþétt hefur tvisvar sinnum í fullann bergþéttigarskerm. Ekki mikið vatn og hitastig á því fer lækkandi er nú um 57°C.
- 68,5% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.461 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er áfram unnið við að grafa hauginn í burtu í smá skrefum og undirbúa borun fyrir pípuþak.
9 vika 2016 vika 129 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.909m
- Alls 19,5 metrar frá Eyjarfirði. Hægar hefur gengið í greftri vegna mikilla styrkinga vegna setlaga auk þess er núna komið í útskot sem þýðir mun breiðara snið en venjulega. Lítið vatn hefur verið upp á síðkastið en ef það kemur þá er lokað fyrir vatnið með því að dæla sementi í sprungurnar.
- 68,1% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.435m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er unnið við að grafa hauginn í burtu í smá skrefum til að komast nær sprungu. Bergþéttingu með efnaefju í misgengið fyrir ofan göngin er lokið í bili. Alls var dælt um 45 tonnum ef efnaefju.
8 vika 2016 vika 128 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.890m
- Alls 21 metrar frá Eyjarfirði.
- 67,9% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.415 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er áfram unnið að bergþéttingu á hrunsvæðinu með efnaefju
- Fyllingarvinna á flughlaði við Akureyrarflugvöll er lokið í bili. Alls komið um 46.000 m3
7 vika 2016 vika 127 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.869m
- Alls 31 metrar frá Eyjarfirði.
- 67,6% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.394 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er unnið að bergþéttingu á hrunsvæðinu með efnaefju
- Áframhaldandi fyllingarvinna á flughlaði við Akureyrarflugvöll alls komið um 40.000 m3
6 vika 2016 vika 126 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.838m
- Alls 59 metrar frá Eyjarfirði.
- 67,1% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.363 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal hófst bergþéttingu á hrunsvæðinu á miðvikudag og mun standa yfir í nokkrar vikur.
- Áframhaldandi fyllingarvinna á flughlaði við Akureyrarflugvöll alls komið um 15.000 m3
5 vika 2016 vika 125 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.779m
- Alls 31,5 metrar frá Eyjarfirði.
- 66,3% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.304 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er verið að undirbúa bergþéttingu á hrunsvæðinu.
- Áframhaldandi fyllingarvinna á flughlaði við Akureyrarflugvöll.
4 vika 2016 vika 124 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.748m
- Alls 39,5 metrar frá Eyjarfirði, talsvert vatn og því mikið bergþétt undanfarið..
- 65,9% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.273 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Unnið við að bergstyrkingar í Fnjóskadal, rennslið út úr göngum þar er nú um 100 l/s en um 100 l/s Ey-megin.
- Áframhaldandi fyllingarvinna á flughlaði við Akureyrarflugvöll
3 vika 2016 vika 123 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.708m
- Alls 15 metrar frá Eyjarfirði, talsvert vatn og því mikið bergþétt undanfarið..
- 65,3% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.233 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Unnið við að bergstyrkingar í Fnjóskadal, rennslið út úr göngum þar er nú um 110 l/s en um 100 l/s Ey-megin.
2 vika 2016 vika 122 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.693m
- Alls 26,5 metrar frá Eyjarfirði, vatn framundan sem verður þétt með sement- og efnaefju eftir þörfum.
- 65,1% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.218 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Blásari einangraður til að koma í veg fyrir "óhljóð" berist til Akureyrar.
1 vika 2016 vika 121 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.666m
- Alls 42,5 metrar frá Eyjarfirði, fín framvinda fyrstu viku ársins.
- 64,7% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.191,5 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
51 vika 2015 vika 120 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.619m
- Alls 10 metrar frá Eyjarfirði, bergþéttingar en annars var stutt vika vegna jólafrís starfsmanna.
- 64,1% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.144 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Rannsóknarborholur á hrunsvæði í göngum í Fnjóskadal lokið og unnið að hönnun á bergstyrkingum og þéttingum á hrunsvæðinu.
50 vika 2015 vika 119 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.609m
- Alls 25 metrar frá Eyjarfirði, gott berg en nokkuð vatn sem þarf að bergþétta.
- 64% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.134 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Rannsóknarborholur í botni ganganna í Fnjóskadal í gangi.
49 vika 2015 vika 118 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.584m
- Ekkert grafið í vikunni, unnið var í bergþéttingu og jarðgangabor fór í viðhald.
- Almenn tiltekt og undirbúningur fyrir Barböruhátíð verktaka sem haldinn var 4.des.
- Rannsóknarborholur í botni ganganna í Fnjóskadal hófst.
48 vika 2015 vika 117 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.584m
- Alls 58 metrar frá Eyjarfirði sem er mesta framvinda Ey-megin frá því í maí 2014.
- 63,6% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.109 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- En stendur til að hefja Í vikunni rannsóknarborholur í botni ganganna í Fnjóskadal.
47 vika 2015 vika 116 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.526m
- Alls 39 metrar frá Eyjarfirði eins og vikuna áður, þrátt fyrir minniháttar bergþéttingar og vaktarfrí vegna vaktarskipta. Hitinn á vatni fyrir framan stafn fer lækkandi kominn í um 58°C var mest 63°C.
- 62,8% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.051 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í vikunni verður farið að bora rannsóknarholur í botni ganganna í Fnjóskadal.
46 vika 2015 vika 115 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.487m
- Alls 39 metrar frá Eyjarfirði. Komnir í venjulegt snið, lítið vatn framundan og lækkandi vatnshiti. Áfram er þó bergþétt eftir þörfum bæði með efnaefju og sementsefju.
- 62,3% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 3.012 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Áframhaldandi vinna við að koma fyrir dælum í botni ganga og fljótlega verður farið að bora rannsóknarholur.
45 vika 2015 vika 114 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.448m
- Alls 5 metrar frá Eyjarfirði. En 12 metrar eftir í útskoti en einnig voru grafnir 25 metra í tæknirými eða hliðargöngum. Áfram er bergþétt eftir þörfum bæði með efnaefju og sementsefju.
- 61,7% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.973 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal verður ekki unnið meira í bili í vegskála en áframhaldandi vinna við að koma fyrir dælum í botni ganga þannig að hægt sé að fara bora rannsóknarholur.
44 vika 2015 vika 113 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.443m
- Alls 14,5 metrar frá Eyjarfirði. Unnið í útskoti sem var lengt til að sprengja fyrir tæknirými í betra bergi. Áfram er bergþétt eftir þörfum bæði með efnaefju og sementsefju.
- 61,5% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.968 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er áframhaldandi vinna við undirstöður vegskála og koma fyrir dælum í botni ganga.
43 vika 2015 vika 112 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.428m
- Alls 13,5 metrar frá Eyjarfirði. Unnið í stóru útskoti og bergþétt eftir þörfum.
- 61,4% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.953,5 m en 1.474,5 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er áframhaldandi vinna við undirstöður vegskála og dæla vatni úr göngum.
42 vika 2015 vika 111 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.415m
- 6 stuttar færur eða alls 13,5 metrar frá Eyjarfirði. Setlag er horfið og ágætis basalt framundan enn er þó vatn framundan. Þannig að bergþéttingar halda áfram þar sem markmiðið er að þétta allar sprungur og taka lítið sem ekkert vatn inn í göngin.
- 61,3% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.940 m en 1.475 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er áframhaldandi vinna við undirstöður vegskála og dæla vatni úr göngum.
41 vika 2015 vika 110 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.402m
- 4 stuttar færur eða alls 8,5 metrar frá Eyjarfirði. Setlag enn í þekju og nokkuð sprungnu bergi með talsverðu vatni og því hafa hvort tveggja bergstyrkingar og bergþéttingar verið umtalsverðar, sem fyrr. Unnið er í fullu útskotsþversniði sem er 12,5m í stað 9,5m fyrir hefðbundið snið.
- 61% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.927 m en 1.475 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er áframhaldandi vinna við undirstöður vegskála og vinnu tengda dælingu úr göngum.
40 vika 2015 vika 109 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.393m
- 1 metrar frá Eyjarfirði. Sem í raun var afrétting á stafni til að koma fyrir styrktarbogum þar sem en er unnið í veikum jarðlögum og mikið vatn fyrir innan sem þarf að þétta áður en haldið verður áfram með sjálfar gangagröftinn.
- 61% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.918,5 m en 1.475 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er áframhaldandi vinna við undirstöður vegskála og hófst dæling úr göngum 3. okt.
39 vika 2015 vika 108 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.392m
- 5,5 metrar frá Eyjarfirði. Jarðfræði er enn fremur erfið eins og framvindan gefur til kynna auk þess sem nú er unnið í fullu útskotsþversniði.Bergstyrkingar hafa því verið umtalsverðar (forboltun (spæling) járnbentir sprautusteypubogar, járnamottur og a.m.k. 180mm ásprautun + 5m langir bergboltar). Þá er vatnið enn að hafa hvað mest áhrif á framvinduna en bergþéttingar hafa verið miklar og tímafrekar í vikunni, sem áður.
- 60,95% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.917,5 m en 1.475 m frá Fnjóskadal.
- Í Fnjóskadal er unnið við smíði undirstöður fyrir vegskála og undirbúningur fyrir dælingu.
38 vika 2015 vika 107 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.387m
- 7 metrar frá Eyjarfirði. Gangagröftur hófst að nýju eftir mikla bergþéttingar og styrkingar síðustu vikurnar. En er þó vatn framundan og þykk setlög því verður farið varlega áfram.
- 60,9% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.912 m en 1.475 m frá Fnjóskadal.
- Áfram rennur vatn úr göngum í Fnjóskadal, er nú undir 160 l/s en í Eyjarfirði rennur 113 l/s úr göngum.
- Unnið er við að smíða undirstöður fyrir vegskála í Fnjóskadal en vinna við vegagerð hefur verið hætt í bili þar til næsta vors.
30 vika 2015 vika 99 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.379m
- 14 metrar frá Eyjarfirði. Mikill tími fer í bergþéttingar sem fyrr. Sement og efnaefja notuð þessa vikuna.
- 60,8% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.904 m en 1.475 m frá Fnjóskadal.
- Áfram rennur vatn úr göngum í Fnjóskadal en minnkandi um 2 l/s á dag, er nú undir 250 l/s.
- Búið að opna gamla Vaðlaheiðarveg, vegfarendur er beiðnir um að gæta varúðar þegar ekið er í gegnum framkvæmdarsvæðið þegar komið er niður í Fnjóskadal.
29 vika 2015 vika 98 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.365m
- 30 metrar frá Eyjarfirði. Mikill tími fer í bergþéttingar sem fyrr. Nýr bergþéttingarbúnaður tekin í notkun og tekur smá tíma að læra og koma honum í fullu virkni en þá á hann að geta dælt í allt af 4 holur samtímis.
- 60,6% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.890 m en 1.475 m frá Fnjóskadal.
- Áfram rennur vatn úr göngum í Fnjóskadal en fer minnkandi er nú undir 260 l/s.
- Unnið í vegagerð í Fnjóskadal, vegfarendur beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.
28 vika 2015 vika 97 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.335m
- 20 metrar frá Eyjarfirði. Mikill tími fer í bergþéttingar sem fyrr. En samhliða sementi var einnig notað efnagrautur í nokkrar holur.
- 60,2% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.860 m en 1.475 m frá Fnjóskadal.
- Áfram rennur vatn úr göngum í Fnjóskadal en fer minnkandi.
- Þann 12.júlí 2015 voru tvö ár liðin frá fyrstu formlegu jarðgangasprengingu. Að meðaltali gerir það framvindu upp á um 42m á viku. Ef eingöngu eru miðað við þær (97) vikur sem unnið var í gangagreftir er meðalafköst hingað til um 45 m á viku sem er sambærilegt og þekkist í íslenskum veggöngum.
27 vika 2015 vika 96 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.315m
- 20 metrar frá Eyjarfirði. Bergþétting með sementi tímafrek en annars ágætt berg.
- Öflugri bergþéttingarbúnaður er kominn og verður tekin í notkun fljótlega þá ætti að taka styttri tíma í bergþéttingu þar sem hægt verður að dæla í 4 holur samtímis.
- 59,9% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.840 m en 1.475 m frá Fnjóskadal.
- Vatn úr göngum í Fnjóskadal er nú undir 280 l/s og 113 l/s Eyjarfjarðarmegin.
26 vika 2015 vika 95 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.295m
- 30 metrar frá Eyjarfirði afköst skýrast af jarðfræðilegum aðstæðum þar sem þörf hefur verið að bergþétta bergið til að halda heitu vatni frá.
- 59,6% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.820 m en 1.475 m frá Fnjóskadal.
- Vatn úr göngum í Fnjóskadal er nú undir 300 l/s.
25 vika 2015 vika 94 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.265m
- 35 metrar frá Eyjarfirði afköst skýrast af jarðfræðilegum aðstæðum þar sem þörf hefur verið að bergþétta bergið til að halda heitu vatni frá.
- 59,2% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.790 m en 1.475 m frá Fnjóskadal.
- Vatn úr göngum í Fnjóskadal er nú undir 320 l/s.
24 vika 2015 vika 93 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.230m
- 26 metrar frá Eyjarfirði afköst í minna lagi en skýrast af jarðfræðilegum aðstæðum þar sem þörf hefur verið að bergþétta bergið til að halda vatni frá.
- 58,7% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.755 m en 1.475 m frá Fnjóskadal.
- Áfram rennur vatn úr göngum í Fnjóskadal en fer minnkandi.
23 vika 2015 vika 92 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.204m
- 15 metrar frá Eyjarfirði og miklar bergþéttingar með sements- og efnagraut.
- 58,3% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.729 m en 1.475 m frá Fnjóskadal.
- Áfram rennur vatn úr göngum í Fnjóskadal en fer minnkandi.
22 vika 2015 vika 91 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.189m
- 19 metrar frá Eyjarfirði og talsverðar bergþéttingar, en gangagröftur hófst að nýju 26.maí.
- 58,1% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.714 m en 1.475 m frá Fnjóskadal.
- Vatnsstraumur úr göngum í Fnjóskadal er nú undir 350 l/s en var mest 520 l/s.
16 vika 2015 vika 90 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.170m
- 34 metrar í Fnjóskadal,
- 57,8% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 1.475m frá Fnjóskadal.
- Mikið hrun og vatnsinnflæði í misgengisspurngu í stöð 4.442, sem olli því að gangagreftir var hætt og öll verðmæti flutt út úr göngum. Göngin fylltust af vatni upp að hábungu þann 19.04.2015
15 vika 2015 vika 89 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.136m
- 75 metrar í Fnjóskadal,
- 57,4% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 1.441m frá Fnjóskadal.
14 vika 2015 vika 88 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.061m
- 58 metrar í Fnjóskadal, ekkert unnið í göngum frá Eyjafirði vegna páska
- 56,3% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 1.366m frá Fnjóskadal.
13 vika 2015 vika 87 í gangagreftri; lengd ganga samtals 4.003m
- 33 metrar í Fnjóskadal, unnið við bergstyrkingar á lofti og veggjum í göngum frá Eyjafirði
- 55,6% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 1.308m frá Fnjóskadal.
12 vika 2015 vika 86 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.970m
- 24 metrar í Fnjóskadal, unnið við bergstyrkingar á lofti og veggjum í göngum frá Eyjafirði
- 55,1% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 1.275m frá Fnjóskadal.
11 vika 2015 vika 85 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.946m
- 34 metrar í Fnjóskadal, unnið við bergstyrkingar á lofti og veggjum í göngum frá Eyjafirði
- 54,8% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 1.251m frá Fnjóskadal.
10 vika 2015 vika 84 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.912m
- 44 metrar í Fnjóskadal, unnið við bergstyrkingar á lofti og veggjum í göngum frá Eyjafirði
- 54,3% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 1.217m frá Fnjóskadal.
9 vika 2015 vika 83 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.868m
- 64,5 metrar í Fnjóskadal, unnið við bergstyrkingar á lofti og veggjum í göngum frá Eyjafirði
- 53,7% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 1.173m frá Fnjóskadal.
8 vika 2015 vika 82 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.804m
- 81,5 metrar í Fnjóskadal, og gangagröftur við fínar aðstæður.
- 52,8% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 1.109m frá Fnjóskadal.
7 vika 2015 vika 81 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.722m
- 80,5 metrar í Fnjóskadal, og gangagröftur við fínar aðstæður.
- 51,7% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 1.027m frá Fnjóskadal.
6 vika 2015 vika 80 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.642m
- 60 metrar í Fnjóskadal, og gangagröftur hálfnaður.
- 50,5% lokið af gangagreftri. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 947m frá Fnjóskadal.
- Unnið við efnaþéttingu á stafni Ey-megin.
5 vika 2015 vika 79 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.582m
- 10 metrar í Fnjóskadal, mikill tími fór í bergþéttingu skýrir litla framvindu þessa vikuna.
- 49,7% lokið og styttist í að gangagröftur sé hálfnaður. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 887m frá Fnjóskadal.
- Efnaþéttingu byrjuð á stafni Ey-megin en einnig var farið í bergþéttingu í Fnjóskadal sem tóks vel.
4 vika 2015 vika 78 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.572m
- 55 metrar í Fnjóskadal, unnið í útskoti nr. 2 að austan
- 49,6% lokið og eingöngu vantar 31m í að gröftur sé hálfnaður. Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 877m frá Fnjóskadal.
- Undirbúningur fyrir efnaþéttingu á stafni Ey-megin.
3 vika 2015 vika 77 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.517m
- 51 metrar í Fnjóskadal, unnið í útskoti nr. 2 að austan
- 48,8%/ 3.517 metrar lokið af heild, frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 822m frá Fnjóskadal
- Lagnavinnu lokið í göngum Eyjafjarðarmegin, og fljótlega verður farið í efnaþéttingu á stafni.
2 vika 2015 vika 76 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.466m
- 46 metrar í Fnjóskadal, komið að útskoti nr. 2 að austan
- 48,1%/ 3.466 metrar lokið af heild, frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 771m frá Fnjóskadal
- Alls búið að leggja um 2.500 metra af lögnum í göngum Eyjafjarðarmegin,
51 vika 2014 vika 75 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.420m
- 6 metrar í Fnjóskadal, áfram er tímafrekar styrkingar vegna setlaga
- 47,5%/ 3.420 metrar lokið af heild, frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 725m frá Fnjóskadal
- Alls búið að leggja um 1.300 metra af lögnum í göngum Eyjafjarðarmegin,
50 vika 2014 vika 74 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.414m
- 7,5 metrar í Fnjóskadal, miklar styrkingar vegna setlaga og ófærð um Víkurskarð skýrir litla framvindu.
- 47,4%/ 3.414 metrar lokið af heild, frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 719m frá Fnjóskadal
- Unnið við að leggja fráveitulagnir í göngum Eyjafjarðarmegin, til þess að minnka hita og raka inn í göngunum.
49 vika 2014 vika 73 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.406m
- 48 metrar í Fnjóskadal þar sem Barböruhátíð var haldinn 4.desember.
- 47,3%/ 3.406 metrar lokið af heild, frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 711m frá Fnjóskadal
48 vika 2014 vika 72 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.358m
- 84 metrar í Fnjóskadal, mesta framvinda í Fnjóskadal til þessa.
- 46,6%/ 3.358 metrar lokið af heild, frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 663m frá Fnjóskadal
47 vika 2014 vika 71 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.274m
- 56 metrar í Fnjóskadal, unnið við efnaídælingu í stóru sprunguna göngum Eyjarf.
- 45,4%/ 3.274 metrar lokið af heild, frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 579m frá Fnjóskadal
46 vika 2014 vika 70 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.218m
- 81 metrar í Fnjóskadal, unnið við efnaídælingu í stóru sprunguna göngum Eyjarf.
- 44,7%/3.218 metrar lokið af heild, frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 523m frá Fnjóskadal
45 vika 2014 vika 69 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.137m
- 61 metrar í Fnjóskadal, undirbúningur fyrir 3 atrennu af efnaídælingu í göngum Eyjarf.
- 43,5%/3.137 metrar lokið af heild, frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 442m frá Fnjóskadal
44 vika 2014 vika 68 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.076m
- 54 metrar í Fnjóskadal, og eru göngin nú í hæðsta punkti um 168 m.y.s. og vinna við útskot lokið.
- 42,7%/3.076 metrar lokið af heild, frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 m en 381 m frá Fnjóskadal
43 vika 2014 vika 67 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.022m
- 16 metrar í Fnjóskadal auk 25 snúningsútskots um 41,9% af heildarlengd ganganna.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 metrar en 327 metrar frá Fnjóskadal
42 vika 2014 vika 66 í gangagreftri; lengd ganga samtals 3.006m
- 38 metrar í Fnjóskadal í síðustu viku alls lokið um 41,7% af heildarlengd ganganna.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 metrar en 311 metrar frá Fnjóskadal
41 vika 2014 vika 65 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.968m
- 27 metrar í Fnjóskadal í síðustu viku alls lokið um 41,2% af heildarlengd ganganna.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 metrar en 273 metrar frá Fnjóskadal
- Landsnet vinnur að setja Láxárlínu í jörðu þar sem hún þverar athafnasvæðið
40 vika 2014 vika 64 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.941m
- 59 metrar í Fnjóskadal í síðustu viku alls lokið um 40,8% af heildarlengd ganganna.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 metrar en 246 metrar frá Fnjóskadal
- Vinna við aðstöðusköpun í Fnjóskadal að ljúka
- Efnaþétting í st. 2580 lauk 30.sept. og lækkaði heildarrenslið úr göngum úr 235 l/s í 142 l/s eða um 90 l/s
39 vika 2014 vika 63 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.882m
- 65 metrar í Fnjóskadal í síðustu viku alls lokið um 40% af heildarlengd ganganna.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 metrar en 187 metrar frá Fnjóskadal
- Áframhaldandi vinna í aðstöðusköpun í Fnjóskadal
- Efnaþétting í st. 2580 hófst og stendur en yfir
38 vika 2014 vika 62 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.816m
- 65 metrar í Fnjóskadal í síðustu viku alls lokið um 39% af heildarlengd ganganna.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 metrar en 121 metrar frá Fnjóskadal
- Áframhaldandi vinna í aðstöðusköpun í Fnjóskadal
37 vika 2014 vika 61 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.751m
- 40 metrar í Fnjóskadal í síðustu viku alls lokið um 38,2% af heildarlengd ganganna.
- Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 metrar en 56 metrar frá Fnjóskadal samtals 2.751 metrar
- Áframhaldandi vinna í aðstöðusköpun í Fnjóskadal
36 vika 2014 vika 60 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.711m
- 16 metrar í Fnjóskadal í síðustu viku alls lokið um 37,6% af heildarlengd ganganna.
- Fyrsta gangapsprenging í Fnjóskadal framkvæmd kl.18:00 þann 6.september 2014
- Áframhaldandi vinna í aðstöðusköpun í Fnjóskadal
- Munni/gangaop í Fnjóskadal var fært um 36 metra þannig að göng í bergi verða 7.206 metrar í stað 7.170.
35 vika 2014 vika 59 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.695m
- Í síðustu viku var unnið við bergþéttingu í göngunum og undirbúning fyrir flutning á vélum og tækjum.
- í Fnjóskadal er mikill gangur í aðstöðusköpun, uppsetningu á vinnubúðum og verkstæði gengur vel. Rafmagnsheimtaug komin, lokið við að fjarlægja sprengt grjót í forskeringu og unnið við styrkingar.
34 vika 2014 vika 58 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.695m
- 21 metrar í síðustu viku alls lokið um 37,4% af heildarlengd ganganna.
- Styttri vaktir, vélabilanir og mikil bergþétting skýra litla framvindu þessa vikuna.
- í Fnjóskadal er unnið við styrkingar í forskeringu og annar undirbúningur.
33 vika 2014 vika 57 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.674m
- 14,5 metrar í síðustu viku alls lokið um 37,1% af heildarlengd ganganna.
- Styttri vaktir, vélabilanir og mikil bergþétting skýra litla framvindu þessa vikuna.
- Unnið við aðstöðusköpun og annar undirbúningur í Fnjóskadal.
- Prófanir á kælibúnaði við stafn hafnar, samhliða vinnu við stafn.
32 vika 2014 vika 56 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.660m
- 20,5 metrar í síðustu viku alls lokið um 36,9% af heildarlengd ganganna.
- Áfram styttri vaktir en einnig nokkuð um bilanir sem skýra litla framvindu.
- Bergrautun hófst a sunnudag, nokkkuð vatn framundan 57° heitt.
31 vika 2014 vika 55 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.638m
- 40,1 metrar í síðustu viku alls lokið um 36,8% af heildarlengd ganganna.
- Lítið gerst í Fnjóskadal hluta til vegna frís um Verslunarmannahelgina.
30 vika 2014 vika 54 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.597m
- 39,5 metrar í síðustu viku alls lokið um 36% af heildarlengd ganganna.
- Styttri vinnutími (2 x 8 klst. vaktir pr. sólarhring) skýra litla framvindu
29 vika 2014 vika 53 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.558m
- 21 metrar í síðustu viku alls lokið um 35,5% af heildarlengd ganganna.
- Bergstyrking fyrir aftan stafn og styttri vinnutími skýra litla framvindu
- Sprengingum í forskeringu í Fnjóskadal er lokið og búið að opna nýja vegtengingu á gamla Vaðlaheiðarvegi
28 vika 2014 vika 52 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.537m
- 29 metrar í síðustu viku alls lokið um 35,2% af heildarlengd ganganna.
- Smá bilun í jarðgangabor og bergþétting við stafn skýra litla framvindu
- Sprengingum í forskeringu í Fnjóskadal er lokið en eftir er að styrkja veggi með boltum og sprautusteypu, ásamt því að keyra sprengdu grjóti í burtu.
27 vika 2014 vika 51 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.508m
- 4,5 metrar sprengdir á föstudag, alls lokið um 35% af heildarlengd ganganna.
- Mest öll vikan fór í vinnu við þéttingu í st. 2580, verktaki tók sér 1 dags frí vegna veislu í tilefni af 1 ár er liðið frá fyrstu sprengingu fyrir göngunum. Nú er búið að nota það efni sem til var á staðnum og verður nú staðan metin og ákveðið með framhaldið.
- Vinna við klapparlosun í Fnjóskadal heldur áfram og gengur ágætlega.
26 vika 2014 vika 50 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.504m
- 5 metrar sprengdir síðustu viku, alls lokið um 34,9% af heildarlengd ganganna.
- Einn salvi sprengdur á mánudaginn en annars verið unnið við lokun vatnssprungu og meðal annars með efnagraut.
- Vinna við klapparlosun í Fnjóskadal heldur áfram og gengur ágætlega.
25 vika 2014 vika 49 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.499m
- 20,5 metrar sprengdir síðustu viku, alls lokið um 34,8% af heildarlengd ganganna.
- Ekkert unnið við stafn eftir um helgina þar sem unnið var við undirbúningsvinnu við lokun vatnssprungu.
- Vinna við klapparlosun í Fnjóskadal heldur áfram,
24 vika 2014 vika 48 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.478m
- 26 metrar sprengdir síðustu viku, alls lokið um 34,6% af heildarlengd ganganna. Auk þess voru sprengdir 15m í snúiningsútskoti og er vinna við snúningsútskot þar með lokið.
- Vinna í Fnjóskadal heldur áfram, unnið er losun á klöpp í gryfju fyrir undirbúning á jarðgangagerð.
23 vika 2014 vika 47 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.452m
- 22 metrar sprengdir síðustu viku, alls lokið um 34% af heildarlengd ganganna. Auk þess voru sprengdir 10m í snúiningsútskoti.
- Vinna í Fnjóskadal heldur áfram, unnið er losun á klöpp í gryfju fyrir undirbúning á jarðgangagerð.
22 vika 2014 vika 46 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.430m
- 20 metrar sprengdir síðustu viku, alls lokið um 33,9% af heildarlengd ganganna.
- Pallasprengingar hafnar fyrir gangamuna í Fnjóskadal
- Vatni úr sprungu i vegg st. 2.580 komið í 8 rör, eftir að beysla vatn úr gólfi.
21 vika 2014 vika 45 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.410m
- 36 metrar sprengdir síðustu viku, alls lokið um 33,6% af heildarlengd ganganna.
- Bergþétt var í vikunni og prófanir með bergþéttingu með efnaefju á stafni.
- Borvagn fluttur í Fnjóskadal og prufuborun vegna staðsetningu á stafni
- Undirbúningsvinna vegna lokun vatnsæðar í st. 2.580 hófust
20 vika 2014 vika 44 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.375m
- 26 metrar sprengdir síðustu viku, alls lokið um 33,1% af heildarlengd ganganna.
- 54°heitt vatn fannst og þurfti því að þétta sprungur sem tafði fyrir gangagreftri.
19 vika 2014 vika 43 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.349m
- 60 metrar sprengdir síðustu viku, alls lokið um 33% af heildarlengd ganganna.
18 vika 2014 vika 42 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.289m
- 78 metrar sprengdir síðustu viku, alls lokið um 32% af heildarlengd ganganna.
17 vika 2014 vika 41 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.211m
- 63 metrar sprengdir síðustu viku, að meðaltali hafa göngin lengst um 54 metra pr.vinnuviku.
16 vika 2014 vika 40 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.148m
- 39 metrar sprengdir síðustu viku, stutt vika vegna páska.
15 vika 2014 vika 39 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.109m
- 70 metrar sprengdir síðustu viku og skv. könnunarholu í gær er þurrt næstu 20 metranna.
14 vika 2014 vika 38 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.039m
- 16,5 metrar sprengdir síðustu viku en verið er að fara í gegnum lek sprungusvæði og því fer mikill tími í að bergþétta.
13 vika 2014 vika 37 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.023m
- 10 metrar sprengdir síðustu viku en verið er að fara í gegnum lek sprungusvæði og því fer mikill tími í að bergþétta.
- Búið er að loka 4 sprungum og er verið að vinna í 5 sprungusvæðinu sem er nú í um 20-25 metra fyrir innan stafn.
12 vika 2014 vika 36 í gangagreftri; lengd ganga samtals 2.013m
- 21,5 metrar náðist að sprengja síðustu daga vikunar eftir að hafa verið í bergþéttingu í um 8 daga.
- Áfram er unnið við að keyra efni í burtu af lagersvæði og í stíg meðfram Drottningarbraut
11 vika 2014 vika 35 í gangagreftri; lengd ganga samtals 1.991m
- 20 metrar náðist að sprengja áður en bergþétting hófst miðvikudag og stóð út alla vikuna.
- Vatnssprunga sem unnið er að þétta er um 15-20m innan við stafn og mælist hitinn á vatninu allt að 52°.
- Áfram er unnið við að keyra efni í burtu af lagersvæði, í stíg meðfram Drottningarbraut
- Búið að framlengja lofttúðu framhjá "stóru" vatnsæðinni og eru vinnuaðstæður nú mun betri.
10 vika 2014 vika 34 í gangagreftri; lengd ganga samtals 1.970m
- Styttist í 2.000 metranna, sprengdir nú alls um 27,5% af heildarlengd
- Unnið er í útskoti nr. 4 og því mun stærra þversnið en vanalega.
- Vatnsmagn og hiti úr sprungu í st. 2580 hefur lítið breyst 46° og 350 l/s búið að setja vatn í rör í gegnum veg
- Bergþétting var gerð þar sem mældist um 50° heitt vatn ca. 4-7 l/s úr könnunarholum. Gekk vel, ekkert vatn eftir þéttingu.
- Áfram er unnið við að keyra efni í burtu af lagersvæði, í stíg meðfram Drottningarbraut
9 vika 2014 vika 33 í gangagreftri; lengd ganga samtals 1.936m
- 36 metrar sprengdir alls um 27% af heildarlengd
- Unnið er í útskoti nr. 4 og því mun stærra þversnið en vanalega.
- Vatnsmagn og hiti úr sprungu í st. 2580 hefur lítið breyst en mun betri vinnuaðstæður eftir því sem lengra er komist frá sprungunni.
- Í vikunni var unnið samhliða gangagreftri að bæta aðstöðu, fá öflugri blásara, fjölgja blásurum og setja hitablásara næst gangamuna til að minnka vatnsgufu.
- Áfram er unnið við að keyra efni í burtu af lagersvæði, fyllt var í tanga út frá Leiruvegi og byrjað á plani fyrir bílastæði norðan við Nökkva húsið.
8 vika 2014 vika 32 í gangagreftri; lengd ganga samtals 1.900m
- 37 metrar sprengdir alls um 26,5% af heildarlengd
- Ágætis berg og þurrt fyrir utan stóru vatnsprunguna í st. 2577 en hiti og vatnsmagn hefur verið svipað í um viku. 46°C og rennsli um 300-350 l/s.
- Mikill hiti hefur gert starfsmönnum erfitt fyrir einnig er þétt vatnsgufa sem byrgir mönnum sín fyrstu 1.000 metranna. Verktaki hefur ákveðið að breyta vöktum úr 12 klst í 8 klst.
7 vika 2014 vika 31 í gangagreftri; lengd ganga samtals 1.864m
- 88 metrar sprengdir alls um 26% af heildarlengd
- Aðstæður góðar þó þar til á sunnudag er mikið vatn allt að 46 gráður heitt kom úr stafni
6 vika 2014 vika 30 í gangagreftri; lengd ganga samtals 1.776m
- 93m sprengdir alls um 25%
- Aðstæður góðar þó nokkuð heitt inn við stafni um 28°C.
- Basalt í þekju, rautt millilag (setlag ca. 1 m þykkt) þar undir og holufyllt kargakennt basalt í veggjum og gólfi
5 vika 2014 vika 29 í gangagreftri; lengd ganga samtals 1.683m
- 70m sprengdir, vatnshiti innst inni er nú um 26°C.
4 vika 2014 vika 28 í gangagreftri; lengd ganga samtals 1.614m
- 96m sprengdir og mestu afköst á einni viku til þessa
- Oft verið betra berg en mannskapurinn er búinn að slípast til sem gefur þessa góðu framvindu
3 vika 2014 vika 27 í gangagreftri; lengd ganga samtals 1.518m
- 82m sprengdir auk snúningsútskots alls lokið 21,2%
- Góður gangur í verkinu og gott berg þessa stundina
2 vika 2014 vika 26 í gangagreftri; lengd ganga samtals 1.436m
- 65m sprengdir fyrstu vinnuviku eftir jólafrí alls lokið 20%
- Unnið er í útskoti og verður áfram í næstu viku
51 vika 2013 vika 25 í gangagreftri; lengd ganga samtals 1.371m
- 35m sprengdir þessa vikuna enda stutt vika vegna jólafrís milli 21.desember - 6. janúar 2014
- Bergæði góð, ekkert vatn við stafn en heildarvatnsrennsli 19 l/s og vatn um 13°C
50 vika 2013 vika 24 í gangagreftri; lengd ganga samtals 1.336m
- Afköst með besta móti 83,5 m sem eru mestu afköst til þessa
- Bergæði og allar aðstæður góðar, jólafrí verður síðan 21.des. til 6. janúar 2014.
49 vika 2013 vika 23 í gangagreftri; lengd ganga samtals 1.252m
- Ekkert sprengt 4.des. vegna Barböruhátiðar
- Aðstæður góðar og suma sólarhringa er verið að ná 3 færum (ca.15m pr. sólarhring)
48 vika 2013 vika 22 í gangagreftri; lengd ganga samtals 1.200m
- Helgin gekk vel sprengt 3 sinnum bæði á laugar- og sunnudag
- Aðstæður nokkuð góðar vatn seytlar inn á nokkrum stöðum
47 vika 2013 vika 21 í gangagreftri; lengd ganga samtals 1.137m
- Framvinda var 47m þessa vikuna, um miðja viku var komið gott berg og sprengt 3 sinnum á föstudaginn
- Úr könnunarholu úr stafni kemur nú 18 l/sek af 13°C heitu vatni
46 vika 2013 vika 20 í gangagreftri; lengd ganga samtals 1.090m
- Framvinda var 19m þessa vikuna en mikill tími fór í bergstyrkingar vegna lélegs bergs
- Vatn úr sprungu í stöð 1740 og smá leki úr stafni
45 vika 2013 vika 19 í gangagreftri; lengd ganga samtals 1.071m
- Framvinda var 52m þessa vikuna er þá lokið við 14,9% af heild
- En er um 15 l/s vatn sem kemur úr stafni
44 vika 2013 vika 18 í gangagreftri; lengd ganga samtals 1.019m
- Framvinda var 64m þessa vikuna er þá lokið við 14,2% af heild
- Komnir framhjá útskoti nr. 2 og er unnið í hefðbundnu þversniði.
- 1.000 metra var náð 1.11.2013 en sama dag kom í ljós smá vatn úr könnunarholu.
- Af tilefni 1.000 metrum var náð fengu starfsmenn og gestir sér köku.
43 vika 2013 vika 17 í gangagreftri; lengd ganga samtals 955m
- Framvinda var 53m þessa vikuna er þá lokið við 13,3% af heild
- Unnið við útskot nr 2 og áfram er ágætis berg og lítið vatn. Flokkun á efni og brjótur mættur á staðinn.
- Í Fnjóskadal var lokið við að grafa laust efni í forskeringu og verður nú ekkert gert meira þar fyrr en á næsta stað.
42 vika 2013 vika 16 í gangagreftri; lengd ganga samtals 902m
- Framvinda var 60m þessa vikuna er þá lokið við 12,5% af heild
41 vika 2013 vika 15 í gangagreftri; lengd ganga samtals 842m
- Framvinda var 51m þessa vikuna er þá lokið við 11,7% af heild
40 vika 2013 vika 14 í gangagreftri; lengd ganga samtals 791m
- Framvinda var 65m þessa vikuna er þá lokið við 11,0% af heild
39 vika 2013 vika 13 í gangagreftri; lengd ganga samtals 726m
- Aðstæður í göngum góðar, gott berg og ekkert vatn alls 55m þessa vikuna
38 vika 2013 vika 12 í gangagreftri; lengd ganga samtals 671m
- Aðstæður í göngum góðar, gott berg og ekkert vatn
- Í Fnjóskadal er áfram unnið í forskeringu.
- Göngin komin fram úr Oddskarðsgöngum sem eru 640m
- Samgöngunefnd Alþingis kom í heimsókn
37 vika 2013 vika 11 í gangagreftri; lengd ganga 79m samtals 590m
- Aðstæður í göngum góðar og mesta framvinda til þessa 79 metrar.
- Í Fnjóskadal er áfram unnið í forskeringu með beltagröfu, 2 búkollum og ýtu.
- Hæðarslá norðan brúar var keyrð niður af bíl sem var að flytja of háan farm.
36 vika 2013 vika 10 í gangagreftri; lengd ganga 38m samtals 511m
- Aðstæður í göngum góðar ástæða lítillar framvindu er að unnið hefur verið við snúningsútskot en alls verða 4 slík í göngunum.
- Í Fnjóskadal er áfram unnið í forskeringu með beltagröfu, 2 búkollum og ýtu.
35 vika 2013 vika 9 í gangagreftri; lengd ganga 55m samtals 473m
- Aðstæður í göngum góðar. Lokið við fyrsta útskot.i.
- Í Fnjóskadal er áfram unnið í forskeringu með beltagröfu, 2 búkollum og ýtu.
- Vaðlaheiðargöng voru kynnt á Akureyrarvöku.
34 vika 2013 vika 8 í gangagreftri; lengd ganga 62m samtals 423m
- Aðstæður í göngum góðar. Hálfnaðir með fyrsta neyðarútskot sem er 89m2 en hefbundið snið er 68m2.
- Í Fnjóskadal er búið að setja upp girðingu til verndar bæjarhólnum og forskering hafin.
33 vika 2013 vika 7 í gangagreftri; lengd ganga 68m samtals 361m
- Aðstæður í göngum síðustu viku voru góðar. Heildarlengd ganga í lok vikunnar er um 5,0% af heildarlengd ganga.
- 68m er mestu afköst hingað til en markmið verktaka er að fara yfir 70m í hverri viku.
32 vika 2013 vika 6 í gangagreftri; lengd ganga 63m samtals 293m
- Aðstæður í göngum síðustu viku voru góðar og lengdust göngin um 63 m. Heildarlengd ganga í lok vikunnar er því um 4,0% af heildarlengd ganga.
- Undirbúningur hafinn í Fnjóskadal, prufuhola tekin.
31 vika 2013 vika 5 í gangagreftri; lengd ganga 47m samtals 230m
- Smá tafir vegna sprungusvæðis en farið er varlega og bætt við boltum og ásprautun
- Verkstæðisskemma kominn upp ásamt loftræstingu fyrir göng.
- Bráðabirgðarbrú tekin í notkun.
30 vika 2013 vika 4 í gangagreftri; lengd ganga 59m samtals 183m
- Aðstæður í göngum góðar.
- Göngin munu koma að góðum notum við þær akstursaðstæður sem hafa verið í síðustu viku í Víkurskarði en þar hefur verið svarta þoka.
29 vika 2013 vika 3 í gangagreftri; lengd ganga 64m samtals 121m
- Aðstæður í göngum síðustu viku voru góðar og lengdust göngin um 64 m. Heildarlengd ganga í lok vikunnar er því um 121 m sem er um 1,7% af heildarlengd ganga.
- Vinna við aðstöðusköpun heldur áfram, önnur af tveimur skemmum kominn upp
28 vika 2013 vika 2 í gangagreftri; lengd ganga 50m alls 60m
- 12.7.2013 viðhafnarsprenging sem forsætisráðherra framkvæmdi
27 vika 2013 vika 1 í gangagreftri; lengd ganga 10m alls 10m
- Fyrsta jarðgangasprenging var 3.7.2013