1990
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
2014
Í árslok 2014, þegar starfsmenn fóru í jólafrí, voru göngin orðin 3.420 metra löng eða 47,5% af heildarlengd ganganna.
Aðfaranótt 18. apríl kom fram vatnsleki úr misgengissprungu Fnjóskadalsmegin í göngunum. Vatnið reyndist vera níu gráðu heitt. Að kvöldi 18. apríl var fyrirséð að dælur hefðu ekki undan og var því ákveðið að fjarlæga öll verðmæti úr göngum. Um miðjan dag 19. apríl var vatnsborð komið að hæsta punkti ganganna og byrjað að renna út um göngin. Mest varð rennslið 520 lítrar á sekúndu þann 20. apríl. Mánuði síðar hafði það minnkað niður í 370 lítra á sekúndu.
Í byrjun júlí var rennslið Fnjóskadalsmegin komið niður í 280 lítra á sekúndu og í Eyjafirði 113 lítra á sekúndu.
Fyrsta steypa vegskála Fnjóskadalsmegin var 18. ágúst.
Stjórnendur Ósafls og Vaðlaheiðarganga skoðuðu aðstæður í Vaðlaheiðargöngum Fnjóskadalsmegin 22. september á árabáti. Með í för voru fréttamaður og tökumaður frá RÚV sem gerðu frétt, sem vakti mikla athygli, um þessa óvenjulegu aðstæður í göngunum.
2016
Um miðjan janúar var búið að grafa samtals1.475 metra í Vaðlaheiðargöngum eða 65% af heildarlengd ganganna.
Um miðjan janúar hófst fylling flughlaðs á Akureyrarflugvelli með efni úr Vaðlaheiðargöngum.
Um miðjan mars streymdu um 100 sekúndulítrar af köldu vatni út úr göngunum Eyjafjarðarmegin og um 120 sekúndulítrar Fnjóskadalsmegin.
Þann 11. apríl var lengd ganganna orðin 5.065 metrar, 70% af heildarlengd ganganna.
Í síðustu viku nóvember hrundi setberg úr lofti ganganna Eyjarfjarðarmegin og olli skemmdum á borvagni. Ekki var búið að styrkja svæðið en borvagninn var að bora fyrir bergboltum þegar hrundi niður á bómuna. Engan sakaði.
2017
Verktakinn hóf aftur vinnu eftir þriggja vikna jólafrí þann 3. janúar. Fyrstu vikuna voru boraðir 32,5 metrar og voru göngin þá orðin 5.024 metrar Eyjafjarðarmegin 1.620 metrar Fnjóskadalsmegin. Samtals voru göngin þá orðin 6.644 metrar eða 92% af heildarlengd ganganna og ósprengt um 561 metri. Áætlað gegnumslag í lok febrúar.
Um miðjan janúar töfðu þykk setbergslög fyrir gangagreftrinum. Setið var með lágan bergstyrk og hrundi auðveldlega niður úr lofti, því þurfti að fara styttri færur, ca.1,5 meter á dag í stað 5 metra í einu, og styrkja jafnóðum. Setlögin komu mönnum ekki á óvart þar sem fram kom í rannsóknarskýrslu að búast mætti við setlögum sem þessum. Könnunarholur verktaka sýndu að búast mætti við sömu setbergslögum næstu 40 metrana.
Jón Gunnarsson, nýr ráðherra samgöngu-, fjarskipta- og byggðamála heimsótti gangamenn í Vaðlaheiðargöngum 14. janúar. Með honum í för var Kristján Möller fyrrverandi ráðherra samgöngumála.
Eftir langvarandi erfiðar aðstæður í gangagreftrinum komust gangamenn loksins undir lok mars í gegnum erfiðustu setlögun og gröfturinn fór að ganga betur og hraðar. Akstur efnis í flughlaðið á Akureyrarvelli hófst aftur um mánaðamótin mars-apríl eftir nokkurt hlé. Áætlað var að keyra um 5.000 rúmmetrum í þessum áfanga.
Síðasta sprenging Fnjóskadalsmegin var 16. apríl. Í kjölfarið var undirbúin bygging vegskála Fnjóskadalsmegin.
Loksins var komið að gegnumslagi í Vaðlaheiðargöngum 28. apríl 2017. Af því tilefni bauð verktakinn til opins húss þar sem fólki gafst tækifæri til þess að koma í heimsókn og kynna sér jarðgangagerðina og þau tæki og tól sem tengdust framkvæmdinni.
Þann 30. maí var aðalfundur Vaðlaheiðarganga hf. haldinn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Í stjórn voru kjörnir Friðrik Friðriksson rekstrarráðgjafi, skipaður af fjármála og efnahagsráðherra í stað Andra Teitssonar sem var kjörinn varamaður hans í stjórn, Ágúst Torfi Hauksson og Pétur Þór Jónasson. Varamenn voru kjörnir Halldór Jóhannsson og Dagbjört Jónsdóttir. Að loknum aðalfundinum var efnt til málþings um Vaðlaheiðargöng og var Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, fundarstjóri.
Þann 1. júní samþykkti Alþingi viðbótarfjármögnun til lúkningar Vaðlaheiðarganga.
Úrslit voru kynnt í hugmyndasamkeppni Eims um nýtingu á lághitavatni á Norðurlandi eystra. Tillaga Stefáns Tryggva og Sigríðarssonar, eiganda Hótels Natur á Svalbarðsströnd, var valin sú besta í samkeppninni en hann setti fram áhugaverða tillögu um nýtingu á heitu vatni úr Vaðlaheiðargöngum í einskonar baðhellum.
Þórólfur Guðnason í Lundi í Fnjóskadal sagði frá því í Akureyri vikublaði 15. júní, á 98 ára afmælisdegi sínum, að hann ætti sér þann draum lifa það að fara í gegnum Vaðlaheiðargöng. Forsvarsmenn Vaðlaheiðarganga hf. höfðu strax samband við hann og buðu honum og Jóni syni upp á bíltúr í gegnum göngin í afmælisgjöf.
Hitamet sumarsins var slegið 25. júlí í Fnjóskadal, 27,7 gráður. Daginn eftir, 26. júlí, var einnig svo hlýtt að verktakinn ákvað að fresta steypuvinnu við skálann og hefja hana ekki fyrr um miðjan dag og vinna langt fram á kvöld.
Um mánaðamótin ágúst/september óskaði Vegagerðin, f.h. Vaðlaheiðarganga hf., eftir tilboðum í gerð stjórnkerfis í Vaðlaheiðargöng. Stjórnkerfið hefur það hlutverk að fylgjast með ástandi í göngunum, skrá það, stjórna loftræsingu og láta vita af öllum bilunum og ef skapast hættuástand. Innifalið í verkinu er smíði stjórn- og neyðarsímaskápa, iðntölvubúnaður, forritun búnaðarins samkvæmt verklýsingu, prófun búnaðarins og gerð handbóka um kerfið. Tilboð voru opnuð 19.september og voru Rafmenn ehf frá Akureyri lægstbjóðendur í verkið, 72,3 milljónir króna, 80,7% af kostnaðaráætlun.
Þann 12. október var hafist handa við að leggja slitlag á veginn frá jarðgangamunnanum Fnjóskadalsmegin.
Fyrsti hluti vegskálans Eyjafjarðarmegin var steyptur 20. október.
2018
Í febrúar heimsóttu fulltrúar Vaðlaheiðarganga Færeyjar og kynntu sér jarðgangagerð og gjaldtöku í tvennum jarðgöngum þar. Notast er við sömu tækni í Færeyjum við innheimtu veggjalda og horft hefur verið til í Vaðlaheiðargöngum, þ.e. að myndavélar taki myndir af númeraplötum bifreiða sem fara í gegnum göngin.Á aðalfundi Vaðlaheiðarganga hf. 11. maí voru kjörnir í stjórn Hilmar Gunnlaugsson, Ágúst Torfi Hauksson og Pétur Þór Jónasson.
Malbikun á miðsvæði ganganna hófst 4. júlí og annaðist Hlaðbær Colas þann verkþátt.