Fyrsta formlega sprenging Vaðlaheiðarganga verður föstudaginn 12. júlí í gangamunnanum á Svalbarðsströnd. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis, mun þá tendra kveikjuþráðinn og markar um leið upphaf hinnar eiginlegu gangagerðar. Sprengingin er áætluð milli kl: 14:30 og 15:00 og má búast við að hún heyrist vel frá Akureyri.
Af öryggisástæðum er takmarkaður fjöldi viðstaddra, því er fólk beðið um að gera sér ekki ferð á svæðið af þessu tilefni. Einnig má búast má við truflunum á umferð um Hringveg við Hallland af þessum sökum.