Gangagröftur hafinn í Fnjóskadal

Útmokstur í Fnjóskadal. Mynd O.sig/Geotek.is
Útmokstur í Fnjóskadal. Mynd O.sig/Geotek.is
Laugardaginn 6.september kl. 18:00 var fyrsta sprenging framkvæmd fyrir Vaðlaheiðargöngum í Fnjóskadal. Þegar er búið að sprengja 2.695 metra frá Eyjafirði en gangagreftri þar var hætt í bili í lok ágúst og borinn fluttur yfir í Fnjóskadal og stefnt að því að grafa um 2.000 metra austan frá.

Laugardaginn 6.september kl. 18:00 var fyrsta sprenging framkvæmd fyrir Vaðlaheiðargöngum í Fnjóskadal. Þegar er búið að sprengja 2.695 metra frá Eyjafirði en gangagreftri þar var hætt í bili í lok ágúst og borinn fluttur yfir í Fnjóskadal og stefnt að því að grafa um 2.000 metra austan frá. Til að byrja með er farið varlega og lítið sprengt í einu og einnig notast við gröfu með fleyghamar til að losa um bergið. Á mynd má sjá rauðan kring utan um það svæði sem var borað og sprengt það sem er fyrir utan það var tekið niður með beltagröfu með fleyg.

Á mynd hér að neðan sést rauður hringur sem táknar það svæði sem var hlaðið og sprengt í fyrsta skoti. 

 Frysta gangasprenging í Fnjóskadal. Mynd Osig./EFLA

Starfsmenn ánægðir með fyrsta skotið.

Ánægðir starfsmenn með dagsverkið. Mynd. O.sig./Geotek