Borvagn Ósafls mættur til Akureyrar

mynd EH
mynd EH
Nýr borvagn verktaka kom til hafnar á Akureyri laugardaginn 29.júní og mun hann vera notaður næstu mánuði til að bora Vaðlaheiðargöng frá gangamuna Eyjarfjarðarmegin og til austurs. Annar bor mun síðan verða fluttur til landsins næsta vor sem er ætlað að bora frá Fnjóskadal.

 

 

Nýr borvagn verktaka kom til hafnar á Akureyri laugardaginn 29.júní og mun hann vera notaður næstu mánuði til að bora Vaðlaheiðargöng frá gangamuna Eyjarfjarðarmegin og til austurs alls 5.170m. Annar bor mun síðan verða fluttur til landsins næsta vor sem er ætlað að bora frá Fnjóskadal og til vesturs alls 2.000m. Ef allar áætlanir standast verður sprengt í gegn í september 2015.

Um borinn

Jarðganga borinn er að gerð Sandvik DT11 og hefur 3 borarma ásamt körfu.

Jarðganga stærð 10,9m hæð x 18,2m breið
Vinnu svæði/snið 20 til 183 fermetrar
holu þvermál 43-64mm
þyngd
48 tonn 
lengd 17,8m
breidd 3,8m / 2,9 í keyrslu
hæð 4,6m / 3,7m í keyrslu