Vaðlaheiðargöng hf. standa fyrir málþinginu í Hofi mánudaginn 29. maí kl. 16:00-18:00
Eftir gegnumslag sem varð 28.4.2017 er stærsta óvissuþætti í framkvæmdinni lokið og ætlum við nú að horfa aðeins fram á veginn. Á málþinginu verður fjallað um gildi Vaðlaheiðarganga fyrir samfélagið ásamt því að fara yfir helstu áskoranir og frávik sem tafið hafa fyrir gangagreftinum. Farið verður yfir helstu forsendur viðskiptáætlunar og umferðaþróun. Alls verða 4 framsögumenn:
Dagbjört Jónsdóttir, sveitastjóri. - Fjallar um gildi Vaðlaheiðarganga fyrir samfélagið.
Björn A. Harðarson, umsjónarmaður verkkaupa. - Helstu áskoranir og frávik við gerð Vaðlaheiðarganga.
Friðleifur Ingi Brynjarsson, Vegagerðin.- Umferðarþróun.
Málþinginu lýkur með pallborðsumræðum með þátttöku frummælenda.
Aðgangur er ókeypis, skráning á málþingið fer fram hér.