Þann 16. september sl., á Degi íslenskrar náttúru, undirrituðu fulltrúar nítján fyrirtækja og stofnana á Akureyri, þar á meðal Vaðlaheiðargöng, loftslagsyfirlýsingu Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð.
Loftslagsyfirlýsingin hljóðar svo:
„Við undirrituð ætlum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum.
Þjóðir heims standa nú frammi fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Sameinuðu þjóðirnar gegna forystuhlutverki í að greina vandann, takast á við hann og aðlagast breyttum aðstæðum.
Borgir og bæir ásamt fyrirtækjum af öllum stærðum, verða sífellt mikilvægari þegar kemur að því að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og standast þau markmið sem sett hafa verið um losun þeirra.
Við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að:
Hin fyrirtækin og stofnanirnar sem undirrituðu yfirlýsinguna eru: Akureyrarbær, Hafnarsamlag Norðurlands, ProMat, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Mjólkursamsalan, Ekill/Ekja, Toyota á Akureyri, Vistorka, Orkusetrið, HGH verk, Icevape, Norðlenska, Menningarfélag Akureyrar, Zenon, Enor, Markaðsstofa Norðurlands, Icelandair Hotels Akureyri og Sjúkrahúsið Á Akureyri.
Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir að með þessari yfirlýsingu vilji Vaðlaheiðargöng leggja sitt af mörkum með opnu kolefnisbókahaldi þar sem komi skýrt fram ávinningurinn af því að keyra í gegnum göngin. Með því að aka göngin sé ótvírætt dregið úr útblæstri og loftmengun og þann ávinning sé unnt að mæla og gefa reglulegar upplýsingar um, eins og yfirlýsingin feli í sér.