Þá er vinna við fyrsta neyðarútskot og snúningsútskot lokið en framvinda síðustu viku var "aðeins" 38m vegna mikillar vinnu sem fór í útskotin. Núna eru um 500m í næsta útskot og ættu eðlileg afköst er vera hér eftir um 60-70m á viku. Göngin fóru yfir 500 metranna á þeirri skemmtilegu dagsetningu 7,9,13 og í lok vikunar voru þau 511 metrar. Einnig er unnið í Fnjóskadal með beltavél, 2 búkollum og ýtu við að flutning á lausu efni í forskeringu. En allt að 10m er niður á klöpp og er þessu efni keyrt upp fyrir fyrirhugaða vegsskála að lokum er þessu efni síðan ýtt yfir vegskála og aðlagað að núverandi landi. Á facebook síðu Vaðlaheiðarganga má sjá fleiri myndir og myndbrot af vinnusvæðinu en facebook síðan er uppfærð reglulega og voru við komnir með 1500 like í síðustu viku sem er mjög ánægulegt og segir okkur að fólk er að fylgjast með og er ánægt með þessa framkvæmd.