Fréttir

Gangagröftur stöðvast í Fnjóskadal vegna vatnsinnflæðis

Föstudaginn 17.4.2015 byrjaði að hrynja úr misgengissprungu í lofti ganganna og í kjölfarið fylgdi mikið innflæði af köldu vatni ca. 500 l/s. Um kvöldið 18.4.2015 var fyrirséð að dælur hefðu ekki undan og var því ákveðið að fjarlæga öll verðmæti úr göngum. Um miðjan dag 19.4.2015 var vatnsborð komið að hápunkt ganganna og byrjað að renna út um göngin og út í Fnjóská. Næstu daga verður fylgst með þessu vatnsrennsli og næstu skref ákveðin en ljóst er að gangagröftur í Fnjóskadal verður stopp í óákveðinn tíma. Verktaki mun flytja öll tæki og mannskap til gangagerðar aftur yfir í göngin Eyjarfjarðarmegin.

Gangagröftur hálfnaður 6.2.2015

Gröftur Vaðlaheiðarganga er nú hálfnaður. Verktakinn náði þeim áfanga eftir sprengingu aðfaranótt föstudags að komast í 3603 metra sem eru 50% af áætlaðri lengd ganganna.