23.12.2014
Vaðlaheiðargöng hf óskar þér og þínum gleðilegrar hátíðar og farælt komandi ár.
08.09.2014
Laugardaginn 6.september kl. 18:00 var fyrsta sprenging framkvæmd fyrir Vaðlaheiðargöngum í Fnjóskadal. Þegar er búið að sprengja 2.695 metra frá Eyjafirði en gangagreftri þar var hætt í bili í lok ágúst og borinn fluttur yfir í Fnjóskadal og stefnt að því að grafa um 2.000 metra austan frá.
13.05.2014
Stjórn Vaðlaheiðarganga hf hefur ákveðið að fara að tillögum ráðgjafa og láta reyna á það að loka fyrir vatnsæðina með efnaþéttingu. Áætlað er að undirbúningsaðgerðir í heild geti tekið 3-4 vikur en sjálf bergþéttingin geti tekið mun styttri tíma eða um viku.
30.04.2014
Við viljum taka undir með Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra og vekjum athygli á því að heitt vatn sem rennur frá Vaðlaheiðargöngum hentar á engan hátt sem baðvatn.
22.03.2014
Sprengingar byrjaðar aftur og í dag eru göngin komn yfir 2 km að lengd eftir nokkra daga stopp í jarðaganga greftri vegna bergþéttingar.
07.03.2014
85m frá "stóru vatnssprungunni" kom um 50° heitt vatn en í frekar litlu magni en ákveðið var að loka fyrir þetta rennsli með bergþéttingu og fór sú vinna fram í gær og tókst vel. Alls voru um 20 bergþéttiholur boraðar og dælt inn í þær sementsefju í dag hófst svo gangagröftur að nýju og ekkert vatn kemur nú úr stafni.
28.02.2014
Greið leið ehf meirihluta eigandi í Vaðlaheiðargöngum hf er 11 ára í dag 28.02.2014.
Stofnfundur um einkahlutafélagið var haldinn árið 2003 í Valsárskóla á Svalbarðseyri og var tilgangur félagsins að standa fyrir nauðsynlegum undirbúningi fyrir stofnun félags um gerð og rekstur jarðganga undir Vaðlaheiði.
17.02.2014
Framvinda síðustu viku var nokkuð góð og stefndi í met viku en þá var farið í vatnsæð ca. 250-300 l/s af um 46°C heitu vatni.
Göngin lengdust samt sem áður um 87,5 m síðustu viku, heildarlengd 1.863,5 m sem er 26% af heildarlengd.
03.02.2014
Skrifstofa Vaðlaheiðarganga hf er flutt í Hafnarstræti 91 "KEA húsið". Húsnæðið var reist árið 1930 fyrir Kaupfélag Eyfirðinga, KEA, sem hafði sínar höfuðstöðvar í húsinu í 76 ár eða til ársins 2006.
27.01.2014
Mestu afköst til þessa á einni viku 96 metrar og er heildarlengd Vaðlaheiðarganga nú 1.614 metrar sem er 22,5% af heildarlengd. Óhætt er að segja að árið 2014 byrji vel og greinilegt að mannskapurinn er búinn að slípast vel saman.