Gangagröftur hefst að nýju Fnjóskadalsmegin
28.10.2016
Fyrsta sprenging í göngum Fnjóskadals frá því að mikið hrun var í sprungu og í kjölfarið vatnsflóð var framkvæmd í dag 28.10.2016. Boraðar voru nokkrar grunnar holur en farið er mjög varlega fyrstu metranna á meðan komist er lengra frá misgengissvæðinu. Farið er rólega af stað og styrkt jafnóðum, þegar aðstæður leyfa verður sprengiholur lengdar upp í 5 metra sem er hefðbundin lengd á sprengifæru í góðu bergi. Gangagröftur verður nú í fyrsti skiptið í verkinu frá tveimur stöfnum á sama tíma.