07.10.2013
Búið er að bæta við myndum teknar í september 2013 á framkvæmdarsvæði Vaðlaheiðarganga. Sjá dálk merktan "Myndir" hér hægra megin á heimasíðu einnig hægt að smella hér til að sjá myndirnar.
23.09.2013
Þann 19. september kom umhverfis og samgöngunefnd Alþingis í stutta heimsókn, skoðuðu göngin og fengu upplýsingar um stöðuna í verkinu frá fulltrúum verkkaupa, eftirlits og verktaka.
16.09.2013
Mjög hvasst og hált er um Víkurskarðið og full ástæða til að biðja fólk um að fara varlega.
Meðfylgjandi er vegmynd tekin af vef vegagerðarinnar í morgun 16.09.2013.
Veðrið úti hefur lítil áhrif á gangavinnuna og var síðasta vika sú besta til þessa alls lengdust göngin um 79 metra og eru því alls núna 590m eða 8,2% af heildar lengd.
09.09.2013
Þá er vinna við fyrsta neyðarútskot og snúningsútskot lokið en framvinda síðustu viku var "aðeins" 38m vegna mikillar vinnu sem fór í útskotin. Núna eru um 500m í næsta útskot og ættu eðlileg afköst er vera hér eftir um 60-70m á viku. Göngin fóru yfir 500 metranna á þeirri skemmtilegu dagsetningu 7,9,13 og í lok vikunar voru þau 511 metrar.....
02.09.2013
Gangagröftur í síðustu viku gekk vel og lengdust göngin um rétt tæpa 55 m. Heildarlengd ganga er þá orðin um 473 m sem er um 6,6% af heildarlengd ganga.
Ástæða minni framvindu í metrum talið er sú að nú hefur einnig verið unnið að gerð útskots og er flatarmál gangasniðs í útskotum um 37,5% meira en í hefðbundnu sniði. Auk útskots er einnig s.k. snúningsútskot en það eru um 16 m löng einbreið göng sem snúa þvert á aðalgöngin og eru þau gerð til unnt sé að snúa við stærri bílum. Hefðbundin útskot eru á 500 m millibili og verða alls 14 í göngunum og þar af verða 4 með snúningsútskot.
26.08.2013
Akureyrarvaka er bæjarhátíð sem haldin er 30. ágúst til 1. september í tilefni afmælis Akureyrarbæjar, 29. ágúst.
Vaðlaheiðargöng verður meðal þátttakenda í vísindasetrinu á Rósenberg laugardaginn 31.ágúst millik kl. 13-17.
Aðra dagskrá liði hátíðarinnar má sjá á www.visitakureyri.is
19.08.2013
Gangagröftur í vikunni sem leið gekk vel og lengdust göngin um 68m sem eru mestu afköst til þessa á einni viku.
Heildarlengd ganga er þá orðin um 361 m sem eru 5% af heildarlengd ganga. Aðstæður í fjallinu eru góðar lítið sem ekkert vatn og gott berg.
Á meðfylgjandi teikningu og ljósmynd er hægt að sjá hvernig göngin koma í beygju.
29.07.2013
Það er ljóst að með tilkomu Vaðlaheiðarganga munum við losna við að keyra í þoku í Víkurskarði. En á vefmyndavélum Vegagerðarinnar sjást vel hvernig aðstæður hafa verið síðustu daga í Víkurskarði.
26.07.2013
Ósafl hefur fengið á til sín tvo nýja námu trukka sem allra jafna eru kallaðar búkollur þetta eru Catepillar 730 sem kosta um 65 miljónir stykkið. Þegar göngin lengjast mun þessum trukkum fjölga. Trukkarnir eru sjálfir um 23 tonn og geta flutt allt að 28 tonn eða um 17 rúmmetra af sprengdu grjóti.
24.07.2013
Eftir hlýindi síðustu daga hér norðanlands er komin svartaþoka og skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands verður þokuloftið viðvarandi næstu daga við ströndina. Í nótt varð óhapp í Öxnadal þegar ökumaður bifhjóls féll á veginn eftir að hafa forðast árekstur við kind á veginum sem hann sá of seint vegna þokunnar. Svipaðar aðstæður er nú í Víkuskarði og full þörf að keyra varlega meðan þessa aðstæður eru. Þegar göngin verða tilbúin verður gott að geta sleppt því að keyra Víkurskarðið við þessar aðstæður.