Fréttir

Borvagn Ósafls mættur til Akureyrar

Nýr borvagn verktaka kom til hafnar á Akureyri laugardaginn 29.júní og mun hann vera notaður næstu mánuði til að bora Vaðlaheiðargöng frá gangamuna Eyjarfjarðarmegin og til austurs. Annar bor mun síðan verða fluttur til landsins næsta vor sem er ætlað að bora frá Fnjóskadal.

Opnun tilboða í Vaðlaheiðargöng 11.10.2011

11. október 2011 voru opnuð tilboð í Vaðlaheiðargöng og var sameiginlegt tilboð ÍAV hf. og Marti Contractors Lts. frá Sviss í gerð Vaðlaheiðarganga var lægst en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Tilboð þeirra hljóðaði upp á ríflega 8,8 milljarða króna eða um 95 prósent af kostnaðaráætlun. Önnur tilboð voru á bilinu 9,5 milljarðar upp í 10,8 frá íslenska samstarfshópnum Norðurverki, frá Ístaki hf. og frá sameiginlegu boði Metrostav a.s. og Suðurverki hf., að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Áætlaður verktakakostnaður 9.323.350.000.