Fréttir

Formleg vígsla Vaðlaheiðarganga 12. janúar

Laugardaginn 12. janúar nk. verða Vaðlaheiðargöng opnuð með formlegum hætti og verður viðamikil dagskrá allan daginn af því tilefni. Allir eru hjartanlega velkomir. Nýársmót Hjólreiðafélags Akureryrar Kl. 09:30 Nýársmót Hjólreiðafélags Akureyrar – HFA í göngunum. Skráning og allar nánari upplýsingar á fb-síðu HFA – Nýársmót HFA. Á hjólaskíðum í gegnum göngin Kl. 11:15 / 11:30 Gönguskíðamenn í skíðagöngudeild Skíðafélags Akureyrar fara á hjólaskíðum í gegnum göngin. Rútuferð frá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi kl. 10:50 fyrir þá sem það vilja. Ræsing kl. 11:15 í 15 km við gangamunnann Eyjafjarðarmegin (fram og til baka) og í 7,5 km kl. 11:30 við gangamunnann Fnjóskadalsmegin (skíðað að gangamunnanum Eyjafjarðarmegin). Opin hlaupaæfing Kl. 11:30 Opin hlaupaæfing í göngunum á vegum hlaupahópsins UFA-Eyrarskokks á Akureyri. Öllum velkomið að taka þátt, fólk skokkar/gengur á sínum hraða. Sjá nánar á fb-síðunni Hlaupum gegnum göngin. Rúta fyrir hlaupara/göngufólk leggur af stað frá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi kl. 10:50. Opið hús í Gamla barnaskólanum á Skógum Kl. 12:00 – 17:00 Opið hús í Gamla barnaskólanum á Skógum í Fnjóskadal. Gamli Bjarmasalurinn verður til sýnis, einnig gamlar ljósmyndir, fróðleikur um barnaskólann, starfsemi hússins o.fl. Heitt á könnunni. Opinn kynningardagur Kl. 13:00 – 15:00 Opinn kynningardagur í Vaðlaheiðargöngum. Rölt um göngin, hjólað eða ekið milli staða í metanstrætó. Sýning um framkvæmd ganganna og kynning á vegum Norðurorku á heitu og köldu vatni í göngunum. Klukkan 13 til 14 býður World Class upp á alvöru líkamsrækt fyrir þá sem vilja taka á því. Fólk mæti léttklætt með handklæði og vatnsbrúsa. N3 plötusnúðar taka á móti gestum, fulltrúi Vaðlaheiðarganga hf. býður fólk velkomið og tónlist flutt af Söngfélaginu Sálubót, Kristjáni Edelstein, Andra Snæ (harmonika) og Þórhalli (saxófónn), akureyrsku hljómsveitinni Angurværð og Marimbasveit ungmenna úr Þingeyjarsveit. Formleg vígsla ganganna Kl. 15:30 Formleg vígsla við gangamunnann Fnjóskadalsmegin. Flutt verða ávörp og klippt á borða og göngin þar með formlega opnuð. Friðrik Ómar Hjörleifsson syngur Vor í Vaglaskógi og Vandræðaskáld frumflytja lag um Vaðlaheiðargöng. Félagar í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar aka fyrstir í gegnum göngin. Allir eru velkomnir að vera viðstaddir vígsluathöfnina. Kaffisamsæti í Valsárskóla Kl. 15:00 – 18:00 Kaffisamsæti í Valsárskóla á Svalbarðsströnd. Öllum er boðið í kaffi og meðlæti á meðan húsrúm leyfir. Myndasýning, ávörp og skemmtiatriði. Rútuferðir Vegna takmarkaðs fjölda bílastæða við Vaðlaheiðargöng verður boðið upp á rútuferðir frá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri og Valsárskóla á Svalbarðsströnd í göngin og til baka á hálftíma fresti. Fyrsta ferð frá Glerártorgi kl. 12:30 og Valsárskóla á Svalbarðsströnd kl 13:00. Rútuferðir á hálftíma fresti frá Valsárskóla til Akureyrar meðan á kaffisamsæti stendur, fyrsta ferð kl. 15:30, sú síðasta kl. 18:00. Vegna opnunarhátíðarinnar verða Vaðlaheiðargöng lokuð fyrir umferð laugardaginn 12. janúar kl. 08:00 til 18:00.

Gjaldtaka hafin í Vaðlaheiðargöngum

Í dag, 2. janúar 2019, hófst gjaldtaka í Vaðlaheiðargöngum. Göngin voru opnuð fyrir umferð 21. desember sl. og var akstur um þau gjaldfrír þar til í dag. Veggjald í gegnum göngin er greitt á vefsíðunni www.veggjald.is og þar eru allar upplýsingar á íslensku og ensku um verðskrá, fyrirkomulag gjaldtöku og ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir vegfarendur. Vefsíðan www.tunnel.is er eingöngu á ensku og er fyrst og fremst hugsuð sem einföld og þægileg greiðslusíða fyrir erlenda vegfarendur.

Gjaldskrá Vaðlaheiðarganga kynnt

Í dag var gjaldskrá Vaðlaheiðarganga kynnt á fréttamannafundi í vinnubúðunum, austan gangamunna Eyjafjarðarmegin. Jafnframt var vefsíðan www.veggjald.is opnuð formlega og þar með opnað fyrir skráningar ökutækja inn í kerfið.

Aðalfundur Vaðlaheiðarganga og málþing var haldið 29.5.2017

Aðalfundur Vaðlaheiðarganga og málþing var haldið 29.5.2017

Málþing um Vaðlaheiðargöng í Hofi mánudaginn 29. maí.

Vaðlaheiðargöng hf. standa fyrir málþinginu í Hofi mánudaginn 29. maí kl. 16:00-18:00 Eftir gegnumslag sem varð 28.4.2017 er stærsta óvissuþætti í framkvæmdinni lokið og ætlum við nú að horfa aðeins fram á veginn. Á málþinginu verður fjallað um gildi Vaðlaheiðarganga fyrir samfélagið ásamt því að fara yfir helstu áskoranir og frávik sem tafið hafa fyrir gangagreftinum. Farið verður yfir helstu forsendur viðskiptáætlunar og umferðaþróun. Alls verða 4 framsögumenn:

Slegið í gegn í Vaðlaheiðargöngum

Bormenn í Vaðlaheiðargöngum sprengdu síðasta haftið í göngunum í dag með öflugum sprengingum. Stefnt er að því að lokafrágangur taki fimmtán mánuði og byrjað verði að aka um göngin í ágúst á næsta ári. Meðal gesta voru nokkrir fyrrverandi og núverandi þingmenn þar á meðal Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.

Gangagröftur hefst að nýju Fnjóskadalsmegin

Fyrsta sprenging í göngum Fnjóskadals frá því að mikið hrun var í sprungu og í kjölfarið vatnsflóð var framkvæmd í dag 28.10.2016. Boraðar voru nokkrar grunnar holur en farið er mjög varlega fyrstu metranna á meðan komist er lengra frá misgengissvæðinu. Farið er rólega af stað og styrkt jafnóðum, þegar aðstæður leyfa verður sprengiholur lengdar upp í 5 metra sem er hefðbundin lengd á sprengifæru í góðu bergi. Gangagröftur verður nú í fyrsti skiptið í verkinu frá tveimur stöfnum á sama tíma.

Grenivíkurvegur malbikaður

Grenivíkurvegi malbikaður og umferð hleypt á. Áfram unnið við frágangur eins og veg- og umferðarmerki, niðurrekstur á vegriði ofl. Og eru ökumenn beðni um að sýna tillitsemi og virða vinnustaðarmerkingar.

Gangagröftur hafinn að nýju Fnjóskadalsmegin

Gangagröftur er nú hafinn að nýju Fnjóskadalsmegin í Vaðlaheiðargöngum. Eitt og háflt ár er frá þvi að gröftur stöðvaðist þegar laust efni hrundi úr misgengissprungu og í kjölfarið kom mikið innrennsli af köldu vatni.

Gangagröftur stöðvast í Fnjóskadal vegna vatnsinnflæðis

Föstudaginn 17.4.2015 byrjaði að hrynja úr misgengissprungu í lofti ganganna og í kjölfarið fylgdi mikið innflæði af köldu vatni ca. 500 l/s. Um kvöldið 18.4.2015 var fyrirséð að dælur hefðu ekki undan og var því ákveðið að fjarlæga öll verðmæti úr göngum. Um miðjan dag 19.4.2015 var vatnsborð komið að hápunkt ganganna og byrjað að renna út um göngin og út í Fnjóská. Næstu daga verður fylgst með þessu vatnsrennsli og næstu skref ákveðin en ljóst er að gangagröftur í Fnjóskadal verður stopp í óákveðinn tíma. Verktaki mun flytja öll tæki og mannskap til gangagerðar aftur yfir í göngin Eyjarfjarðarmegin.