Fréttir

Göngin lengdust um 96 metra síðustu viku

Mestu afköst til þessa á einni viku 96 metrar og er heildarlengd Vaðlaheiðarganga nú 1.614 metrar sem er 22,5% af heildarlengd. Óhætt er að segja að árið 2014 byrji vel og greinilegt að mannskapurinn er búinn að slípast vel saman.

Búið er að bæta við myndböndum

Búið er að setja inn nokkur eldri myndbönd inn á síðuna þar á meðal myndband sem tekið var af einu fyrstu jarðgangasprengingunum. Hægt er að smella á link "Myndbönd" hægra megin á heimasíðu til að horfa á þessi myndbönd.

65m í fyrstu vinnuviku ársins 2014

Árið 2014 byrjar vel hjá verktökum við Vaðlaheiðargöng alls voru afköst fyrstu vinnuviku á nýju ári 65m þrátt fyrir að vera í útskoti nær alla vikuna. Heildarlengd ganganna er þá 1436 metrar eða um 20% af heildarlengd.

Bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári !

Vaðlaheiðargöng sendir bestu óskir um gleðilega jólahátíð og færsæld á komandi ári við hvetjum fólk til að fylgjast með færð og veðri t.d. með farsímavef vegagerðarinnar m.vegagerdin.is Akið varlega og eftir aðstæðum ! Takk fyrir árið sem er að líða !

Vinna hefst aftur 6.janúar 2014

Nú er sprengingum lokið í bili og fær verktaki um 2 vikna kærkomið jólafrí enda er verktaki búinn að standa sig vel og er verkið um 6 vikur á undan áætlun. Nú er lokið við að sprengja 1.371 metra frá Eyjafirði sem gerir um 55 metra á viku að meðaltali. Berggæði hafa almennt verið góð og lítið vatn að trufla gangagröft.

Hola eftir trjábol í 300m dýpi inn í göngunum

Við sprengingar í Vaðlaheiðargöngum hefur komið í ljós hringlöguð hola í berginu í um 300 metra fyrir neðan yfirborð. Um er að ræða far eftir trjábol sem tilheyrt hefur skóglendi þar sem glóandi hraun hefur runnið yfir í eldsumbrotum fyrir 4-12 miljón árum.

Fylgstu með færð og veður á vegum í símanum

Við hjá Vaðlaheiðargöngum viljum koma á framfæri að Vegagerðin er með farsímavef m.vegagerdin.is sem sýnir nýjustu upplýsingar um færð og veður á vegum ásamt öðrum gagnlegum upplýsingum. Akið varlega og ekki skoða símann undir stýri.

Myndir frá Barböruhátíð Ósafls

Hér má sjá myndir frá Barböruhátíð Ósafls þann 4.desember 2013. Myndað fyrir Vaðlaheiðargöng/Valgeir Bergmann

Barböruhátíð 4.des

Verndardýrlingur jarðgangamanna skv. kaþólskri trú er heilög Barbara og er fæðingardagur hennar 4.desember, að því tilefni heldur Ósafl svokallaða Barböruhátíð henni til heiðurs. Styttu með líkneski af Barböru hefur verið komið fyrir í læstum skáp við gangamunna og mun hún vaka yfir og vernda þá sem vinna í göngunum.

Göngin halla upp frá Halllandi

Vaðlaheiðargöng eru að vestan verðu í landi Halllands á Svalbarðsströnd um 50 metrum til hliðar við núverandi Hringveg, ofan við Halllandsnes. Göngin byrja í ca. 68 m.h.y.s. og að mestu með 1,5% halla upp í Fnjóskadal þar sem göngin koma út í 163 m.h.y.s í landi Skóga.