Fréttir

29.7.2013 Þoka í Víkurskarði

Það er ljóst að með tilkomu Vaðlaheiðarganga munum við losna við að keyra í þoku í Víkurskarði. En á vefmyndavélum Vegagerðarinnar sjást vel hvernig aðstæður hafa verið síðustu daga í Víkurskarði.

2 nýjar "Búkollur"

Ósafl hefur fengið á til sín tvo nýja námu trukka sem allra jafna eru kallaðar búkollur þetta eru Catepillar 730 sem kosta um 65 miljónir stykkið. Þegar göngin lengjast mun þessum trukkum fjölga. Trukkarnir eru sjálfir um 23 tonn og geta flutt allt að 28 tonn eða um 17 rúmmetra af sprengdu grjóti.

Svartaþoka og lítið skyggni á Víkurskarði - Akið varlega

Eftir hlýindi síðustu daga hér norðanlands er komin svartaþoka og skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands verður þokuloftið viðvarandi næstu daga við ströndina. Í nótt varð óhapp í Öxnadal þegar ökumaður bifhjóls féll á veginn eftir að hafa forðast árekstur við kind á veginum sem hann sá of seint vegna þokunnar. Svipaðar aðstæður er nú í Víkuskarði og full þörf að keyra varlega meðan þessa aðstæður eru. Þegar göngin verða tilbúin verður gott að geta sleppt því að keyra Víkurskarðið við þessar aðstæður.

Sprengingar dag og nótt !

Það er óhjákvæmilegt að framkvæmdir sem þessar valdi einhverjum óþægindum á meðan þær standa yfir, við viljum biðja þá sem verða fyrir ónæði af vinnu við göngin afsökunar en vonum jafnframt að sprengidrunurnar minnki því lengra sem farið verður inn í fjallið. Á næstu vikum verður skipt um sprengiefni, skemmur reistar fyrir framan göng, lofttúpa sett í loft ganga og er reiknað með að allar þessar aðgerðir muni draga úr hávaða frá sprengingum.

Forsætisráðherra sprengdi viðhafnarsprengingu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis, sprengdi í dag svokallaða viðhafnarsprengingu í gangamunna Vaðlaheiðarganga Eyjafjarðarmegin og markaði um leið upphaf hinnar eiginlegu gangagerðar.

Fyrsta formlega sprenging Vaðlaheiðarganga föstudaginn 12. júlí 2013

Fyrsta formlega sprenging Vaðlaheiðarganga verður föstudaginn 12. júlí í gangamunnanum á Svalbarðsströnd. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis, mun þá tendra kveikjuþráðinn og markar um leið upphaf hinnar eiginlegu gangagerðar.

Í GEGNUM HEIÐINA

Kynningarblað um Vaðlaheiðargöng Í GEGNUM HEIÐINA verður dreift á öll heimili á starfsvæði Eyþings hér er hægt að nálgast pdf útgáfu af blaðinu.

Fyrsta sprenging í Vaðlaheiðargöngum 3.7.2013

Fyrsta jarðgangasprenging vegna Vaðlaheiðarganga var framkvæmd 3.7.2013 en um var að ræða frekar litla sprengingu miðað við það sem koma skal. Er þá jarðgangagröftur formlega hafinn þó formleg fyrsta sprenging verði sprengt með hjálp ráðherra eftir um það bil viku.

Brúar flokkur vegagerðarinnar

Brúarflokkur Vegagerðarinnar undir verkstjórn Sigurðar Halls hefur lokið við að kom fyrir stálbitum, þverbitum og tvöföldu dekki með stálneti sem slitvörn á bráðabirgðarbrú yfir Hringveg. En henni er ætlað það hlutverk að vera aðalflutningsleið inn og út um göngin þannig að almennri umferð um þjóðveginn stafi sem minnst hætta af. Brúin verður þó ekki tekið í notkun fyrr en búið er að fylla að henni og setja steinvegrið (Delta Bloc steina) og stál handriðum.

Borvagn Ósafls mættur til Akureyrar

Nýr borvagn verktaka kom til hafnar á Akureyri laugardaginn 29.júní og mun hann vera notaður næstu mánuði til að bora Vaðlaheiðargöng frá gangamuna Eyjarfjarðarmegin og til austurs. Annar bor mun síðan verða fluttur til landsins næsta vor sem er ætlað að bora frá Fnjóskadal.